Íslenski boltinn

Sveinbjörn þriðji nýi leikmaðurinn hjá nýliðunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveinbjörn Jónasson í Víkingsbúningnum.
Sveinbjörn Jónasson í Víkingsbúningnum. Mynd/Knattspyrnudeild Víkings
Sveinbjörn Jónasson hefur gengið frá samningi við Knattspyrnudeild Víkings og mun því spila með nýliðunum í Pepsi-deild karla næsta sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum.

Sveinbjörn Jónasson er 27 ára framherji og kemur til Víkinga frá Þrótti. Hann hefur áður leikið fyrir Fram, Grindavík, Fjarðabyggð og Huginn.

Sveinbjörn skoraði 8 mörk í 21 leik með Þrótti í 1. deild karla síðasta sumar en hann hefur spilað fyrir bæði Fram (16 leikir, 2 mörk) og Grindavík (15 leikir, 1 mark) í efstu deild.

Sveinbjörn vakti mikla athygli sumarið 2011 þegar hann skoraði 19 mörk í 22 leikjum með Þrótti í 1. deildinni en samtals hefur hann skorað 90 mörk í 208 leikjum í deild og bikar á ferlinum.

Sveinbjörn Jónasson er þriðji leikmaðurinn sem semur við Víking fyrir komandi tímabil en áður hafði félagið samið við Alan Lowing (Fram) og Ómar Friðriksson (KA).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×