Sævar lét forsetann bíða eftir sér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2014 08:00 Sævar segir æfingar sínar í Sotsjí hafa gengið vel en hann keppir í 15 km sprettgöngu í dag. Mynd/Úr einkasafni „Það fer rosalega vel um mig en hér er allt sem maður getur mögulega hugsað sér,“ sagði skíðagöngukappinn Sævar Birgisson við Fréttablaðið en hann keppir í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi í dag. Sævar er fyrsti fulltrúi Íslands í skíðagöngu á Ólympíuleikum í tvo áratugi og fyrstur af fimm íslenskum keppendum sem keppir í Sotsjí. Allir hinir keppa í alpagreinum. „Æfingar hafa gengið mjög vel og ég hef vanist þunna loftinu ágætlega,“ segir Sævar sem dvelst ekki á sama stað og aðrir íslenskir keppendur. Hann er í hinu svokölluðu „úthaldsþorpi“ en keppendur í alpagreinum haldast við í „fjallaþorpinu“. Sævar er þó síður en svo einsamall þar sem faðir hans er einn fararstjóra íslenska hópsins. „Svo eru hér keppendur úr öllum heimshornum,“ bætir hann við.Færið er hart og fínt Sævar hefur áður gefið út að hann yrði sáttur við að verða meðal 50 efstu keppenda í göngunni á morgun. „Þetta verður annars bara að koma í ljós. Maður gengur bara eins hratt og maður getur,“ segir Sævar en bætir við að það sé ýmislegt að varast í brautinni. „Það eru tvær mjög langar og krefjandi brekkur í brautinni og þá er sprettbrautin í lengri kantinum miðað við það sem gengur og gerist. Maður verður því að halda aftur af sér og klára brekkurnar vel. Það er hins vegar hart og fínt færi sem hentar mér vel auk þess sem það er gott að spyrna með slíkt undirlag. Ég vona að færið haldist þannig þegar út í keppnina er komið.“ Sævar æfði á Ítalíu í aðdraganda leikanna og var þá hærra yfir sjávarmáli en í Sotsjí. „Þá var ég að æfa í 1.800-2.000 metrum en hér erum við um 1.500 m yfir sjávarmáli. Ég tel mig því vera kominn með góðan grunn til að þola þær aðstæður sem skapast í svo mikilli hæð.“Með norskan smurningsmann Þess má geta að Sævar mun njóta liðsinnis norska keppnisliðsins á morgun og er með norskan „smurningsmann“ sem sér um skíðin hans. Mikið hefur verið fjallað um aðstæður keppenda og fjölmiðlafólks í Sotsjí og fjölmargar myndir birst af misboðlegum aðstæðum þeirra. Sævar kannast ekkert við slíkt hjá sér.Mynd/Úr einkasafni„Ég skil reyndar ekkert í þeim fréttum því ég hef ekki getað sett neitt út á nokkurn hlut hér og hef ég nú verið hér í nokkra daga. Byggingunni sem við erum í núna verður reyndar breytt í fimm stjörnu hótel eftir leikana og kann það að hafa eitthvað að segja,“ segir Sævar og segir upplifunina af leikunum vera magnaða. „Það var mjög skemmtilegt á setningarhátíðinni og þá sérstaklega að hafa fengið að vera fánaberi. Það verður stund sem ég gleymi seint. Svo var líka gaman að fá forsetann í heimsókn hingað í þorpið en hann þurfti reyndar að bíða eftir mér á meðan ég kláraði æfingu. Það eru ekki margir sem láta forsetann bíða eftir sér en ég held að það hafi farið vel um hann á meðan,“ sagði Sævar í léttum dúr og spenntur fyrir stóru stundinni í dag. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
„Það fer rosalega vel um mig en hér er allt sem maður getur mögulega hugsað sér,“ sagði skíðagöngukappinn Sævar Birgisson við Fréttablaðið en hann keppir í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi í dag. Sævar er fyrsti fulltrúi Íslands í skíðagöngu á Ólympíuleikum í tvo áratugi og fyrstur af fimm íslenskum keppendum sem keppir í Sotsjí. Allir hinir keppa í alpagreinum. „Æfingar hafa gengið mjög vel og ég hef vanist þunna loftinu ágætlega,“ segir Sævar sem dvelst ekki á sama stað og aðrir íslenskir keppendur. Hann er í hinu svokölluðu „úthaldsþorpi“ en keppendur í alpagreinum haldast við í „fjallaþorpinu“. Sævar er þó síður en svo einsamall þar sem faðir hans er einn fararstjóra íslenska hópsins. „Svo eru hér keppendur úr öllum heimshornum,“ bætir hann við.Færið er hart og fínt Sævar hefur áður gefið út að hann yrði sáttur við að verða meðal 50 efstu keppenda í göngunni á morgun. „Þetta verður annars bara að koma í ljós. Maður gengur bara eins hratt og maður getur,“ segir Sævar en bætir við að það sé ýmislegt að varast í brautinni. „Það eru tvær mjög langar og krefjandi brekkur í brautinni og þá er sprettbrautin í lengri kantinum miðað við það sem gengur og gerist. Maður verður því að halda aftur af sér og klára brekkurnar vel. Það er hins vegar hart og fínt færi sem hentar mér vel auk þess sem það er gott að spyrna með slíkt undirlag. Ég vona að færið haldist þannig þegar út í keppnina er komið.“ Sævar æfði á Ítalíu í aðdraganda leikanna og var þá hærra yfir sjávarmáli en í Sotsjí. „Þá var ég að æfa í 1.800-2.000 metrum en hér erum við um 1.500 m yfir sjávarmáli. Ég tel mig því vera kominn með góðan grunn til að þola þær aðstæður sem skapast í svo mikilli hæð.“Með norskan smurningsmann Þess má geta að Sævar mun njóta liðsinnis norska keppnisliðsins á morgun og er með norskan „smurningsmann“ sem sér um skíðin hans. Mikið hefur verið fjallað um aðstæður keppenda og fjölmiðlafólks í Sotsjí og fjölmargar myndir birst af misboðlegum aðstæðum þeirra. Sævar kannast ekkert við slíkt hjá sér.Mynd/Úr einkasafni„Ég skil reyndar ekkert í þeim fréttum því ég hef ekki getað sett neitt út á nokkurn hlut hér og hef ég nú verið hér í nokkra daga. Byggingunni sem við erum í núna verður reyndar breytt í fimm stjörnu hótel eftir leikana og kann það að hafa eitthvað að segja,“ segir Sævar og segir upplifunina af leikunum vera magnaða. „Það var mjög skemmtilegt á setningarhátíðinni og þá sérstaklega að hafa fengið að vera fánaberi. Það verður stund sem ég gleymi seint. Svo var líka gaman að fá forsetann í heimsókn hingað í þorpið en hann þurfti reyndar að bíða eftir mér á meðan ég kláraði æfingu. Það eru ekki margir sem láta forsetann bíða eftir sér en ég held að það hafi farið vel um hann á meðan,“ sagði Sævar í léttum dúr og spenntur fyrir stóru stundinni í dag.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira