Lífið

Shirley Temple látin

Ugla Egilsdóttir skrifar
Shirley Temple tók við verðlaunum fyrir ævistarfið frá Screen Actors Guild Awards árið 2006.
Shirley Temple tók við verðlaunum fyrir ævistarfið frá Screen Actors Guild Awards árið 2006. Getty Images
Shirley Temple dó í gær. Hún var 85 ára gömul. Shirley Temple var einhver frægasta barnastjarna sögunnar. Hún lék í myndum eins og Baby Take a Bow, Bright Eyes, The Littlest Rebel, Heidi, Rebecca of Sunnybrook Farm, A Little Princess, og mörgum fleiri. 

Kvikmyndaferill hennar hófst þegar hún var þriggja ára gömul. Á hápunkti ferilsins var hún vinsælasta kvikmyndastjarnan í Bandaríkjunum. Myndir hennar seldu flesta miða í þrjú ár í röð. Vinsældir hennar döluðu á unglingsárunum og hún hætti alfarið að leika þegar hún var 22ja ára gömul. Hún er í átjánda sæti á lista American Film Industry yfir frægustu kvikmyndastjörnur allra tíma.

Á fullorðinsárum gekk í repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum og tók þátt í stjórnmálum. Hún var um tíma sendiherra Bandaríkjanna í Ghana og í fyrrum Tékkóslóvakíu. 

Í myndum hennar voru gjarnan söng- og dansatriði. Hér að neðan má sjá hana syngja og dansa dúettinn We Should Be Together með George Murphy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.