Lífið

Taugaáfall eða ungur og óreyndur í erfiðum bransa?

Shia LaBeouf og James Franco
Shia LaBeouf og James Franco Vísir/Getty
„Þessi hegðun gæti bent til margra hluta - allt frá því að hann sé að fá taugaáfall, til þess að hann sé ungur og óreyndur í erfiðum bransa,“ segir James Franco í bréfi sínu sem hann birti á vef New York Times í gær, og vísar þar í hegðun kollega síns Shia LaBeouf undanfarna mánuði. 

LaBeouf hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir furðuleg uppátæki, allt frá því að stela hugmynd af stuttmynd til þess að ganga með hauspoka á nýafstaðinni kvikmyndahátíð í Berlín.

Franco líkir LaBeouf við efni heimildamyndar Joaquin Phoenix, I'm still here, og nefnir Marlon Brando einnig í því samhengi, en sá átti í erfiðleikum með að fóta sig sem opinber persóna.

En hver er tilgangur bréfsins? Ef að tilgangur uppátækjanna er til þess að sanna eitthvað eða að sýna fram á listrænt eðli sitt segir Franco:

„Ég vona að hann passi sig á því að klúðra ekki því góða orðspori sem hann hefur unnið sér inn sem leikari í þeim eina tilgangi að sýna heiminum að hann sé listamaður.“


Tengdar fréttir

Shia LaBeouf sendi typpamyndir

"Það fyrsta sem framleiðendur myndarinnar fóru fram á voru myndir af typpinu á mér,“ segir LaBeouf.

Skammast sín fyrir ritstuld

Bloggarar tóku eftir því að mikil líkindi voru með stuttmynd Shia LaBeouf og teiknimyndasögum Daniel Clowes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.