Hlunkarnir vigtaðir Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 2. október 2014 17:48 Fyrsta vigtun í megrunarkeppni þeirra Ragnars Sót Gunnarssonar og Gústafs Níelssonar fór fram í morgun, og voru tölurnar sláandi. „Þetta voru laglegar tölur. Ég lagði strax af um 600 grömm með fyrstu sundferð. Það vantaði ekkert uppá það,“ segir Ragnar Sót Gunnarsson drjúgur með sig að vanda. Hann lætur það ekkert slá sig út af laginu þó tölur í vigtun í morgun hafi verið honum frekar í óhag. Hann er 130,15 kíló en keppinautur hans í mikilli megrunarkeppni sem hófst í morgun, Gústaf Níelsson, var ekki „nema“ 126,65.„Þetta voru laglegar tölur,“ segir Ragnar.vísir/pjeturÞeir nutu saltkjets í gær á BSÍ en nú tekur alvaran við. Hún sem er í afgreiðslu Sundlaugar Árbæjar hélt því fram fullum fetum við tíðandamann Vísis að „þessir menn, þeir synda aldrei.“ Ragnar segir þetta rétt vera. „En, nú er nýr lífsstíll í gangi. Við létum okkur hafa það að fara í kjölfarið á Laugaás þar sem við gúffuðum í okkur gratíneruðum plokkfisk í hádeginu.“ Eins og Vísir kynnti í gær, þá hafa þeir félagar góðfúslega fallist á að fjölmiðillinn fái að fylgjast með keppninni sem stendur til 12. desember, eða í næstu 10 vikur.vísir/pjetur„Nei, ég þarf bara að éta helmingi minna og drekka bara annan hvern vodkasnaps, þá held ég þetta komi nú allt saman í rólegheitum. Og rólegir göngutúrar með konunni,“ segir Ragnar spurður hvort skelfilegir tímar, við sult og seyru, blasi ekki við. Svo er að heyra að þessi gamla íþróttastjarna sem var, vilji frekar hlífa sér en hitt við megrunina. Næsta vigtun er eftir tíu daga og þá verður spennandi að sjá hvernig þeim miðar í kappi sínu við að fækka kílóunum.Á vigtinni.vísir/pjetur Tengdar fréttir Tveir þekktir hlunkar keppa í megrun Ragnar Sót Gunnarsson og Gústaf Níelsson, athafnamenn og nautnabelgir, hafa ákveðið að keppa í megrun. 1. október 2014 16:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Fyrsta vigtun í megrunarkeppni þeirra Ragnars Sót Gunnarssonar og Gústafs Níelssonar fór fram í morgun, og voru tölurnar sláandi. „Þetta voru laglegar tölur. Ég lagði strax af um 600 grömm með fyrstu sundferð. Það vantaði ekkert uppá það,“ segir Ragnar Sót Gunnarsson drjúgur með sig að vanda. Hann lætur það ekkert slá sig út af laginu þó tölur í vigtun í morgun hafi verið honum frekar í óhag. Hann er 130,15 kíló en keppinautur hans í mikilli megrunarkeppni sem hófst í morgun, Gústaf Níelsson, var ekki „nema“ 126,65.„Þetta voru laglegar tölur,“ segir Ragnar.vísir/pjeturÞeir nutu saltkjets í gær á BSÍ en nú tekur alvaran við. Hún sem er í afgreiðslu Sundlaugar Árbæjar hélt því fram fullum fetum við tíðandamann Vísis að „þessir menn, þeir synda aldrei.“ Ragnar segir þetta rétt vera. „En, nú er nýr lífsstíll í gangi. Við létum okkur hafa það að fara í kjölfarið á Laugaás þar sem við gúffuðum í okkur gratíneruðum plokkfisk í hádeginu.“ Eins og Vísir kynnti í gær, þá hafa þeir félagar góðfúslega fallist á að fjölmiðillinn fái að fylgjast með keppninni sem stendur til 12. desember, eða í næstu 10 vikur.vísir/pjetur„Nei, ég þarf bara að éta helmingi minna og drekka bara annan hvern vodkasnaps, þá held ég þetta komi nú allt saman í rólegheitum. Og rólegir göngutúrar með konunni,“ segir Ragnar spurður hvort skelfilegir tímar, við sult og seyru, blasi ekki við. Svo er að heyra að þessi gamla íþróttastjarna sem var, vilji frekar hlífa sér en hitt við megrunina. Næsta vigtun er eftir tíu daga og þá verður spennandi að sjá hvernig þeim miðar í kappi sínu við að fækka kílóunum.Á vigtinni.vísir/pjetur
Tengdar fréttir Tveir þekktir hlunkar keppa í megrun Ragnar Sót Gunnarsson og Gústaf Níelsson, athafnamenn og nautnabelgir, hafa ákveðið að keppa í megrun. 1. október 2014 16:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Tveir þekktir hlunkar keppa í megrun Ragnar Sót Gunnarsson og Gústaf Níelsson, athafnamenn og nautnabelgir, hafa ákveðið að keppa í megrun. 1. október 2014 16:00