Ekki enn verið talin púkó Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 6. febrúar 2014 11:00 Ásdís María Viðarsdóttir skartaði sérstakri förðun í undankeppni Eurovision. Hún vill vera sérstök þegar hún syngur. mynd/RÚV Ásdís María Viðarsdóttir söngkona skartaði sérstakri andlitsmálningu í undankeppni Eurovision-keppninnar um síðustu helgi. „Ég fékk Elísabetu Ormslev, vinkonu mína, til liðs við mig til að sjá um förðunina. Mér finnst mjög mikilvægt að vera öðruvísi en ég er í daglega lífinu þegar ég syng. Ég er stundum dálítið skrýtin venjulega þannig að ég þarf því að vera mjög, mjög skrítin þegar ég syng,“ segir Ásdís og skellihlær. „Við Elísabet skoðuðum förðun á netinu og blönduðum saman alls kyns hönnun ásamt eigin hugmyndum, teiknuðum svo útkomuna á blað og svo beint á andlitið á mér.“ Hún hlær þegar hún er spurð hvort hún hafi komið af stað tískubylgju með andlitsmálningunni. „Ég er alveg til í að þannig bylgja fari af stað og ég ætla að fá einkaleyfi á hana á meðan ég get.“Hárskraut vinsælt Hárskraut Ásdísar sem hún var með í keppninni vakti líka athygli. Það var fimmtán sentimetra löng keðja sem var búið að hanna á sérstakan hátt. „Gréta Þorkelsdóttir, vinkona mín, bjó hárkeðjuna til eftir hugmynd minni og systur minnar, Önnu Sóleyjar. Gréta hafði aldrei gert svona áður þannig að það voru undur og stórmerki að keðjan skyldi heppnast svona vel en hún er alveg hrikalega klár og fær í höndunum.“ Ásdís vinnur í Spúútnik og segir að undanfarið hafi mikið verið spurt um alls kyns hárbönd og -skraut. „Þetta er alveg rosalega vinsælt núna og verður örugglega eitthvað áfram.“Ekki alheilagur tískugúrú Ásdís kaupir flest fötin sín í Spúútnik eða í öðrum „second-hand“-búðum. „Ég er með fjölbreyttan stíl en ég er ekkert endilega að fara ótroðnar slóðir allan daginn. Ég er enginn alheilagur tískugúrú og er ekki góð í að fylgjast með tískublöðum og veit ekki hvað módel heita. Ég hef þó ekki lent í því ennþá, held ég, að vera púkó,“ segir hún. flott á sviði Ásdís María stóð sig vel í Söngvakeppni Sjónvarpsins um liðna helgi.Leitar að fólki í „soul“ Aðspurð um Eurovision segist hún hafa viljað gera þetta einu sinni, gera þetta öðruvísi og „get out“. „Ég býst ekki við því að verða standard-Eurovision-kona. Mig langar að syngja „soul“-tónlist og er alltaf að leita að fólki til að gera alvöru „soul“ með mér. Það hefur lítið verið gert af þess konar tónlist hér á landi.“ Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Ásdís María Viðarsdóttir söngkona skartaði sérstakri andlitsmálningu í undankeppni Eurovision-keppninnar um síðustu helgi. „Ég fékk Elísabetu Ormslev, vinkonu mína, til liðs við mig til að sjá um förðunina. Mér finnst mjög mikilvægt að vera öðruvísi en ég er í daglega lífinu þegar ég syng. Ég er stundum dálítið skrýtin venjulega þannig að ég þarf því að vera mjög, mjög skrítin þegar ég syng,“ segir Ásdís og skellihlær. „Við Elísabet skoðuðum förðun á netinu og blönduðum saman alls kyns hönnun ásamt eigin hugmyndum, teiknuðum svo útkomuna á blað og svo beint á andlitið á mér.“ Hún hlær þegar hún er spurð hvort hún hafi komið af stað tískubylgju með andlitsmálningunni. „Ég er alveg til í að þannig bylgja fari af stað og ég ætla að fá einkaleyfi á hana á meðan ég get.“Hárskraut vinsælt Hárskraut Ásdísar sem hún var með í keppninni vakti líka athygli. Það var fimmtán sentimetra löng keðja sem var búið að hanna á sérstakan hátt. „Gréta Þorkelsdóttir, vinkona mín, bjó hárkeðjuna til eftir hugmynd minni og systur minnar, Önnu Sóleyjar. Gréta hafði aldrei gert svona áður þannig að það voru undur og stórmerki að keðjan skyldi heppnast svona vel en hún er alveg hrikalega klár og fær í höndunum.“ Ásdís vinnur í Spúútnik og segir að undanfarið hafi mikið verið spurt um alls kyns hárbönd og -skraut. „Þetta er alveg rosalega vinsælt núna og verður örugglega eitthvað áfram.“Ekki alheilagur tískugúrú Ásdís kaupir flest fötin sín í Spúútnik eða í öðrum „second-hand“-búðum. „Ég er með fjölbreyttan stíl en ég er ekkert endilega að fara ótroðnar slóðir allan daginn. Ég er enginn alheilagur tískugúrú og er ekki góð í að fylgjast með tískublöðum og veit ekki hvað módel heita. Ég hef þó ekki lent í því ennþá, held ég, að vera púkó,“ segir hún. flott á sviði Ásdís María stóð sig vel í Söngvakeppni Sjónvarpsins um liðna helgi.Leitar að fólki í „soul“ Aðspurð um Eurovision segist hún hafa viljað gera þetta einu sinni, gera þetta öðruvísi og „get out“. „Ég býst ekki við því að verða standard-Eurovision-kona. Mig langar að syngja „soul“-tónlist og er alltaf að leita að fólki til að gera alvöru „soul“ með mér. Það hefur lítið verið gert af þess konar tónlist hér á landi.“
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein