Lífið

Ótrúleg umbreyting í The Biggest Loser

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rachel var 118 kíló þegar hún byrjaði í The Biggest Loser. Nú er hún tæp 48 kíló.
Rachel var 118 kíló þegar hún byrjaði í The Biggest Loser. Nú er hún tæp 48 kíló.
Rachel Frederickson er sigurvegari nýjustu seríu The Biggest Loser en hún léttist um rétt rúmlega sjötíu kíló. Í úrslitaþættinum steig hún á vigtina og vó aðeins 47,6 kíló.

Árangur Rachel hefur verið afar umdeildur vestan hafs og einnig hér heima. Heimildarmaður tímaritsins People segir að öllum aðstandendum þáttarins hafi brugðið þegar Rachel mætti í upptökur á úrslitaþættinum vegna þess hve grönn hún var orðin. Þegar blaðamaður reyndi að fá upp úr henni hve margar kaloríur hún innbyrti á dag var hún þögul sem gröfin.

Þá segir einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir að Rachel sé komin í óheilbrigða þyngd.

Vísir rifjaði upp nokkra keppendur í The Biggest Loser sem hafa lést mjög mikið á stuttum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.