Telur þáttinn aldrei takast á við rót vandans Elimar Hauksson skrifar 5. febrúar 2014 23:00 Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari gagnrýnir á Facebook síðu sinni mynd af Rachel Frederickson, nýjasta sigurvegara The Biggest Loser þáttanna í Bandaríkjunum, sem farið hefur eins og eldur í sinu um netheima. Ragnhildur, eða Ragga Nagli eins og hún er gjarnan kölluð, telur að þátturinn fari aldrei í rót vandans hjá þátttakendum sem sé í flestum tilfellum hugsanavillur, vítahringur sektarkenndar og ofáts, léleg sjálfsmynd og öfgakennd „Allt-eða-ekkert“ nálgun á mataræði og hreyfingu. Þess í stað sé hegðun umturnað á einni nóttu með ómannlegu magni af æfingum og óheilbrigðum kaloríufjölda sem stuðli ekki að öðru en handónýtu grunnbrennslukerfi. Ragnhildur segir í samtali við Vísi að með gagnrýni sinni væri hún ekki að finna að íslensku Biggest Loser þáttunum heldur væri hún að gagnrýna það sem væri í gangi erlendis. „Ég vil að það komi skýrt fram að ég hef aldrei séð íslenskan Biggest Loser þátt en af þessari mynd að dæma þá er þessi manneskja komin í óheilbrigða þyngd og hún er komin í óeðlilegt þyngdartap. Maður sér það að þetta er óheilbrigt. Ég er sálfræðingur og vinn með fólki sem á í erfiðleikum með hugarfar varðandi mat og annað. Fólk sem er í þeirri stöðu á í slíkum vandræðum og það fer í megrun. Síðan hrasar það og fer í kjölfarið að rífa sig niður, þá kemur þessi sektarkennd. Síðan fer fólk aftur í megrun og það er alltaf verið að brjóta sjálfan sig niður,“ segir Ragga og bætir við að þarna sé ekki verið að takast á við rót vandans. „Það er alltaf verið að breyta hegðun en það er hugur sem stjórnar hegðun. Ef þú breytir því ekki þá ertu aldrei að fara í rót vandans,“ segir Ragga. Hægt er að lesa færsluna í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari gagnrýnir á Facebook síðu sinni mynd af Rachel Frederickson, nýjasta sigurvegara The Biggest Loser þáttanna í Bandaríkjunum, sem farið hefur eins og eldur í sinu um netheima. Ragnhildur, eða Ragga Nagli eins og hún er gjarnan kölluð, telur að þátturinn fari aldrei í rót vandans hjá þátttakendum sem sé í flestum tilfellum hugsanavillur, vítahringur sektarkenndar og ofáts, léleg sjálfsmynd og öfgakennd „Allt-eða-ekkert“ nálgun á mataræði og hreyfingu. Þess í stað sé hegðun umturnað á einni nóttu með ómannlegu magni af æfingum og óheilbrigðum kaloríufjölda sem stuðli ekki að öðru en handónýtu grunnbrennslukerfi. Ragnhildur segir í samtali við Vísi að með gagnrýni sinni væri hún ekki að finna að íslensku Biggest Loser þáttunum heldur væri hún að gagnrýna það sem væri í gangi erlendis. „Ég vil að það komi skýrt fram að ég hef aldrei séð íslenskan Biggest Loser þátt en af þessari mynd að dæma þá er þessi manneskja komin í óheilbrigða þyngd og hún er komin í óeðlilegt þyngdartap. Maður sér það að þetta er óheilbrigt. Ég er sálfræðingur og vinn með fólki sem á í erfiðleikum með hugarfar varðandi mat og annað. Fólk sem er í þeirri stöðu á í slíkum vandræðum og það fer í megrun. Síðan hrasar það og fer í kjölfarið að rífa sig niður, þá kemur þessi sektarkennd. Síðan fer fólk aftur í megrun og það er alltaf verið að brjóta sjálfan sig niður,“ segir Ragga og bætir við að þarna sé ekki verið að takast á við rót vandans. „Það er alltaf verið að breyta hegðun en það er hugur sem stjórnar hegðun. Ef þú breytir því ekki þá ertu aldrei að fara í rót vandans,“ segir Ragga. Hægt er að lesa færsluna í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira