Lífið

Mamma þarf að djamma á táknmáli

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnarskertra hefur sent frá sér myndband þar sem Baggalútsslagarinn sívinsæli Mamma þarf að djamma er táknmálstúlkaður. Er það Kolbrún Völkudóttir sem sér um túlkunina.

Myndbandið er gert í tilefni af Degi íslenska táknmálsins sem verður fagnað í annað sinn þann 11. febrúar næstkomandi.

Þrjú myndbönd voru gerð í tilefni dagsins og eru þau ætluð til að kynna íslenskt táknmál í grunnskólum á Íslandi.

Á Degi íslenska táknmálsins verður boðið uppá ýmsa viðburði. Auk þess hefur mennta- og menningarmálaráðherra sent bréf í alla skóla landsins þar sem kennarar eru hvattir til að nýta daginn til að kynna íslenskt táknmál fyrir skólabörnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.