"Ég hika ekki við að nota börnin í auglýsingar“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 13:15 „Ég var að hlusta á fyrstu mixin af plötunni og hann vildi ólmur fá að prófa líka,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson. Hann birti sæta mynd af syni sínum, Jóni Tryggva, á Facebook-síðu sinni í gær þar sem litli snáðinn sést hlusta á væntanlega plötu föður síns. „Ég hika ekki við að nota börnin í auglýsingar,“ segir Jón og hlær og bætir við að sonurinn sé afar hrifinn af tónlistarhæfileikum pabba sín. „Hann er mikill stuðningsmaður minn. Þegar Eyjalagið var sem mest í spilun í sumar var ég í Evrópuferð með FH og honum fannst gott að heyra pabba sinn í útvarpinu þegar hann saknaði hans.“ Jón er í þessum töluðu orðum að leggja lokahönd á nýja plötu sem hann skilar af sér til Senu á morgun. „Hún kemur út í lok nóvember - 20. og eitthvað,“ segir Jón en platan er eilítið frábrugðin síðustu plötu Jóns, Wait for Fate, sem kom út árið 2011. „Lögin eru örlítið angurværari og á íslensku líka. Það er tvistið í þessu öllu saman. Það er mikil áskorun að syngja á íslensku en flest laganna á plötunni voru tilbúin með enskum texta. Svo í byrjun hausts kom upp þessi hugmynd að hafa hana á íslensku. Ég er ofboðslega ánægður með að hafa gert það. Þetta er eiginlega sjálfstætt framhald þess að ég er búinn að vera að syngja á íslensku með Ragga Bjarna, Björgvini Halldórssyni og svo var Eyjalagið á íslensku. Það var gaman að taka þetta alla leið,“ segir Jón. „Öll lögin á plötunni eru lög sem flestir hafa ekki heyrt. En það er aldrei að vita nema maður láti þekktari lög fylgja með sem aukalög. Lög sem ég hef gefið út sem smáskífur undanfarið en hafa ekki fengið húsaskjól neins staðar á neinni plötu. Þau mega gista á sófanum á þessari,“ bætir Jón við.Jón sagði nýverið í spjallþættinum Loga að hann væri í því núna að rifta útgáfusamningi við plöturisann Sony. Hann segist þó ekki útiloka landvinninga erlendis. „Það er bara bónus ef eitthvað gerist. Ef einhver hringir frá útlöndum þá skelli ég ekki á viðkomandi. En það var löngu kominn tími á að ég sendi eitthvað frá mér og það er hvergi betra að gera það en á sínum heimamarkaði þar sem manni hefur verið tekið með opnum örmum hingað til. Nú er enn þá skemmtilegra að koma alla leið heim, fyrst ég er að slútta þessu hjá Sony, en platan mun einmitt bera titilinn Heim.“ Post by Jon Jonsson. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
„Ég var að hlusta á fyrstu mixin af plötunni og hann vildi ólmur fá að prófa líka,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson. Hann birti sæta mynd af syni sínum, Jóni Tryggva, á Facebook-síðu sinni í gær þar sem litli snáðinn sést hlusta á væntanlega plötu föður síns. „Ég hika ekki við að nota börnin í auglýsingar,“ segir Jón og hlær og bætir við að sonurinn sé afar hrifinn af tónlistarhæfileikum pabba sín. „Hann er mikill stuðningsmaður minn. Þegar Eyjalagið var sem mest í spilun í sumar var ég í Evrópuferð með FH og honum fannst gott að heyra pabba sinn í útvarpinu þegar hann saknaði hans.“ Jón er í þessum töluðu orðum að leggja lokahönd á nýja plötu sem hann skilar af sér til Senu á morgun. „Hún kemur út í lok nóvember - 20. og eitthvað,“ segir Jón en platan er eilítið frábrugðin síðustu plötu Jóns, Wait for Fate, sem kom út árið 2011. „Lögin eru örlítið angurværari og á íslensku líka. Það er tvistið í þessu öllu saman. Það er mikil áskorun að syngja á íslensku en flest laganna á plötunni voru tilbúin með enskum texta. Svo í byrjun hausts kom upp þessi hugmynd að hafa hana á íslensku. Ég er ofboðslega ánægður með að hafa gert það. Þetta er eiginlega sjálfstætt framhald þess að ég er búinn að vera að syngja á íslensku með Ragga Bjarna, Björgvini Halldórssyni og svo var Eyjalagið á íslensku. Það var gaman að taka þetta alla leið,“ segir Jón. „Öll lögin á plötunni eru lög sem flestir hafa ekki heyrt. En það er aldrei að vita nema maður láti þekktari lög fylgja með sem aukalög. Lög sem ég hef gefið út sem smáskífur undanfarið en hafa ekki fengið húsaskjól neins staðar á neinni plötu. Þau mega gista á sófanum á þessari,“ bætir Jón við.Jón sagði nýverið í spjallþættinum Loga að hann væri í því núna að rifta útgáfusamningi við plöturisann Sony. Hann segist þó ekki útiloka landvinninga erlendis. „Það er bara bónus ef eitthvað gerist. Ef einhver hringir frá útlöndum þá skelli ég ekki á viðkomandi. En það var löngu kominn tími á að ég sendi eitthvað frá mér og það er hvergi betra að gera það en á sínum heimamarkaði þar sem manni hefur verið tekið með opnum örmum hingað til. Nú er enn þá skemmtilegra að koma alla leið heim, fyrst ég er að slútta þessu hjá Sony, en platan mun einmitt bera titilinn Heim.“ Post by Jon Jonsson.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira