„Námsmatsstofnun myndi allavega ekki fá A frá mér" Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2014 21:15 Hulda D. Proppé, kennari í Sæmundarskóla. Vísir „Mér finnst þetta skjal nokkuð pínlegt,“ segir Hulda D. Proppé, kennari í Sæmundarskóla, sem birti í dag færslu á Fésbókarsíðu sinni þar sem hún bendir á málfarsvillur í skjali sem birt var á síðu Námsmatsstofnunnar. „Nú hafa börn í 10. bekk nýverið fengið einkunnir úr samræmdum prófum og þar á meðal mínir nemendur. Samræmd próf eru mjög umdeild og vil ég ekki tjá mig um þau sem slík. Hins vegar get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort Námsmatsstofnun vandi sig jafn mikið við að útbúa prófin og fara yfir þau þegar hún birtir svona upplýsingar á heimasíðu sinni.“ Hulda á við blað sem birtist á síðu stofnunarinnar þar sem farið er yfir hæfnismið í íslensku fyrir nemendur í 10. bekk. „Vissulega geri ég mér grein fyrir því að starfsfólk Námsmatsstofnunar er mannlegt, líkt og ég, og ekki yfir mistök hafið. Það orkar hins vegar tvímælis að skjal, sem á að vera leiðarvísir til að meta hæfni nemenda til að nota málið okkar, sé jafn illa unnið og raun bar vitni. Fyrst og fremst finnst mér þetta vera vandræðalegt fyrir stofnunina sjálfa því starf hennar ætti að einkennast af fagmennsku fram í fingurgóma.“ Hulda telur það viðunandi að samræmd próf séu lögð fyrir nemendur til að skoða stöðu þeirra í námi og gera ráðstafanir til að mæta þeim á þeirri vegferð sem nám er. „Hins vegar finnst mér nemendur taka einkunninni sem stimpli á eigin getu fremur en leiðarvísi um hvað betur má fara og það er umhugsunarvert.“ Hulda segir að hún hafi útskrifast sem kennari síðastliðið vor og búi því ekki yfir mikilli eða langri kennslureynslu þó það sé hennar skoðun að menntunin hafi gert hana að fagmanni. „Mér finnst þessi próf alls ekki vera í samræmi við þau hæfniviðmið og grunnþætti menntunar sem birtast í Aðalnámskrá grunnskóla og eiga að liggja til grundvallar í allri kennslu. Sú nýja einkunnagjöf sem nú er farið eftir er þó það sem kemur mér hvað mest á óvart. Allt samfélagið er mótað af einkunnakvarða, byggðum á tölum, og þar af leiðandi er erfitt að skipta yfir í ný viðmið. Einkunnirnar fyrir samræmdu prófin í ár eru þær fyrstu sem við sjáum á þessum nýja kvarða. Einmitt þess vegna hefði Námsmatsstofnun, að mínu mati, átt að vanda betur til verka áður en kvarðinn var kynntur almenningi.“ En hvað hefði Námsmatsstofnun fengið í einkunn frá Huldu? „Ég ætla ekki að dæma textann sem slíkan en ég hefði að minnsta kosti ekki gefið A fyrir vandvirkni. Ég vona mjög heitt að sá sem sá um að vinna þetta skjal og kom því í umferð sé ekki sá sami og sló inn einkunnir nemenda á samræmdum prófum í ár.“ Nú hefur Námsmatsstofnun fjarlægt umrætt skjal út á vefsíðu sinni og einnig kemur þar fram leiðrétting:,,Fyrir mistök birtist á heimasíðu stofnunarinnar röng útgáfa af skjali með skýringum á þessum kvarða. Skjalið hefur nú verið fjarlægt af heimasíðunni og verður leiðrétt útgáfa birt fljótlega.“Hér að neðan má sjá skjalið umrædda.Námsmatsstofnun sendi í kvöld frá sér fréttatilkynningu þess efnis að henni hafi að undanförnu borist ábendingar um atriði á samræmdum könnunarprófum í 10. bekk sem orkað geta tvímælis.„Snúa ábendingarnar bæði að þyngd prófverkefna almennt og að einstaka prófspurningum. Námsmatsstofnun kappkostar að vanda til gerðar prófa og hefur leitað eftir athugasemdum frá kennurum um þau. Hafa athugasemdir kennara við próf þessa árs ekki verið meiri en undanfarin ár. Stofnunin fagnar þeirri umræðu um samræmd próf sem átt hefur sér stað og mun taka allar ábendingar til skoðunar. Við birtingu niðurstaða samræmdra prófa þessa árs er stuðst við nýjan einkunnakvarða og gefnar hæfnieinkunnir með bókstöfunum A, B, C, D. Fyrir mistök birtist á heimasíðu stofnunarinnar röng útgáfa af skjali með skýringum á þessum kvarða. Skjalið hefur nú verið fjarlægt af heimasíðunni og verður leiðrétt útgáfa birt fljótlega. Námsmatsstofnun mun halda kynningarfund um þróun samræmdra prófa þann 24. nóvember kl. 14 í húsnæði stofnunarinnar að Borgartúni 7A. Eru allir áhugamenn um betri samræmd próf hvattir til að mæta og taka þátt í umræðu um framþróun þeirra.“ Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Mér finnst þetta skjal nokkuð pínlegt,“ segir Hulda D. Proppé, kennari í Sæmundarskóla, sem birti í dag færslu á Fésbókarsíðu sinni þar sem hún bendir á málfarsvillur í skjali sem birt var á síðu Námsmatsstofnunnar. „Nú hafa börn í 10. bekk nýverið fengið einkunnir úr samræmdum prófum og þar á meðal mínir nemendur. Samræmd próf eru mjög umdeild og vil ég ekki tjá mig um þau sem slík. Hins vegar get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort Námsmatsstofnun vandi sig jafn mikið við að útbúa prófin og fara yfir þau þegar hún birtir svona upplýsingar á heimasíðu sinni.“ Hulda á við blað sem birtist á síðu stofnunarinnar þar sem farið er yfir hæfnismið í íslensku fyrir nemendur í 10. bekk. „Vissulega geri ég mér grein fyrir því að starfsfólk Námsmatsstofnunar er mannlegt, líkt og ég, og ekki yfir mistök hafið. Það orkar hins vegar tvímælis að skjal, sem á að vera leiðarvísir til að meta hæfni nemenda til að nota málið okkar, sé jafn illa unnið og raun bar vitni. Fyrst og fremst finnst mér þetta vera vandræðalegt fyrir stofnunina sjálfa því starf hennar ætti að einkennast af fagmennsku fram í fingurgóma.“ Hulda telur það viðunandi að samræmd próf séu lögð fyrir nemendur til að skoða stöðu þeirra í námi og gera ráðstafanir til að mæta þeim á þeirri vegferð sem nám er. „Hins vegar finnst mér nemendur taka einkunninni sem stimpli á eigin getu fremur en leiðarvísi um hvað betur má fara og það er umhugsunarvert.“ Hulda segir að hún hafi útskrifast sem kennari síðastliðið vor og búi því ekki yfir mikilli eða langri kennslureynslu þó það sé hennar skoðun að menntunin hafi gert hana að fagmanni. „Mér finnst þessi próf alls ekki vera í samræmi við þau hæfniviðmið og grunnþætti menntunar sem birtast í Aðalnámskrá grunnskóla og eiga að liggja til grundvallar í allri kennslu. Sú nýja einkunnagjöf sem nú er farið eftir er þó það sem kemur mér hvað mest á óvart. Allt samfélagið er mótað af einkunnakvarða, byggðum á tölum, og þar af leiðandi er erfitt að skipta yfir í ný viðmið. Einkunnirnar fyrir samræmdu prófin í ár eru þær fyrstu sem við sjáum á þessum nýja kvarða. Einmitt þess vegna hefði Námsmatsstofnun, að mínu mati, átt að vanda betur til verka áður en kvarðinn var kynntur almenningi.“ En hvað hefði Námsmatsstofnun fengið í einkunn frá Huldu? „Ég ætla ekki að dæma textann sem slíkan en ég hefði að minnsta kosti ekki gefið A fyrir vandvirkni. Ég vona mjög heitt að sá sem sá um að vinna þetta skjal og kom því í umferð sé ekki sá sami og sló inn einkunnir nemenda á samræmdum prófum í ár.“ Nú hefur Námsmatsstofnun fjarlægt umrætt skjal út á vefsíðu sinni og einnig kemur þar fram leiðrétting:,,Fyrir mistök birtist á heimasíðu stofnunarinnar röng útgáfa af skjali með skýringum á þessum kvarða. Skjalið hefur nú verið fjarlægt af heimasíðunni og verður leiðrétt útgáfa birt fljótlega.“Hér að neðan má sjá skjalið umrædda.Námsmatsstofnun sendi í kvöld frá sér fréttatilkynningu þess efnis að henni hafi að undanförnu borist ábendingar um atriði á samræmdum könnunarprófum í 10. bekk sem orkað geta tvímælis.„Snúa ábendingarnar bæði að þyngd prófverkefna almennt og að einstaka prófspurningum. Námsmatsstofnun kappkostar að vanda til gerðar prófa og hefur leitað eftir athugasemdum frá kennurum um þau. Hafa athugasemdir kennara við próf þessa árs ekki verið meiri en undanfarin ár. Stofnunin fagnar þeirri umræðu um samræmd próf sem átt hefur sér stað og mun taka allar ábendingar til skoðunar. Við birtingu niðurstaða samræmdra prófa þessa árs er stuðst við nýjan einkunnakvarða og gefnar hæfnieinkunnir með bókstöfunum A, B, C, D. Fyrir mistök birtist á heimasíðu stofnunarinnar röng útgáfa af skjali með skýringum á þessum kvarða. Skjalið hefur nú verið fjarlægt af heimasíðunni og verður leiðrétt útgáfa birt fljótlega. Námsmatsstofnun mun halda kynningarfund um þróun samræmdra prófa þann 24. nóvember kl. 14 í húsnæði stofnunarinnar að Borgartúni 7A. Eru allir áhugamenn um betri samræmd próf hvattir til að mæta og taka þátt í umræðu um framþróun þeirra.“
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira