Obama safnar liði gegn vígasveitunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. september 2014 08:30 Vígasveitir Íslamska ríkisins sigri hrósandi í Rakka í Sýrlandi nú í sumar. Fréttablaðið/AP „Hann er greinilega búinn að koma saman bandalagi hinna viljugu,“ sagði Mike Rogers, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um hernaðaráform Baracks Obama Bandaríkjaforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak. „Það er gott,“ bætti hann við, en tók fram að þetta orðalag hafi heyrst áður. „Og svo tel ég að hann þurfi að fræða þingið og bandarísku þjóðina um það nákvæmlega hvað við ætlum okkur að gera þarna.“ Leiðtogar bæði demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Obama útskýri nákvæmlega hvers konar hernaðaraðgerðir eru fyrirhugaðar. Sjálfur hyggst Obama kynna áform sín í ræðu á morgun, en í dag hyggst hann ræða málið við þingleiðtoga bæði repúblikana og demókrata. Hann hefur lýst því yfir að enginn landher verði sendur til Íraks eða Sýrlands. Hernaðurinn verði svipaður því sem Bandaríkin hafa áður gert í baráttu sinni gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher hefur þegar gert meira en 130 loftárásir á vígasveitir Íslamska ríkisins í Írak. Vígasveitirnar brugðust við með því að taka af lífi tvo bandaríska fréttamenn sem höfðu verið í gíslingu þeirra í Sýrlandi. Nokkur Evrópuríki hafa gefið loforð um þátttöku í hernaði gegn Íslamska ríkinu. Þá samþykkti Arabandalagið í gær að grípa til hernaðar gegn öfgahópum á borð við Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. Bandalagið lét þó vera að lýsa yfir stuðningi við hernað Bandaríkjanna. Í ályktun Arababandalagsins, sem samþykkt var eftir næturlanga fundi utanríkisráðherra aðildarríkjanna, segir að grípa eigi án tafar til aðgerða á ýmsum sviðum, þar á meðal pólitískra og lagalegra aðgerða auk hernaðar. Mustafi Alani, sem er yfirmaður öryggis- og varnarmáladeildar rannsóknarmiðstöðvar um málefni Persaflóaríkjanna í Genf, segir leiðtoga Arababandalagsríkjanna greinilega hafa áhyggjur af því hvað Bandaríkin ætli að gera. Sádi-Arabía og fleiri arabaríki hafa ekki síst gagnrýnt tregðu Bandaríkjanna við að skipta sér af borgarstyrjöldinni í Sýrlandi. Ekkert kemur fram í ályktun Arababandalagsins um það hvort stefnt sé að aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi sérstaklega. Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira
„Hann er greinilega búinn að koma saman bandalagi hinna viljugu,“ sagði Mike Rogers, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um hernaðaráform Baracks Obama Bandaríkjaforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak. „Það er gott,“ bætti hann við, en tók fram að þetta orðalag hafi heyrst áður. „Og svo tel ég að hann þurfi að fræða þingið og bandarísku þjóðina um það nákvæmlega hvað við ætlum okkur að gera þarna.“ Leiðtogar bæði demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Obama útskýri nákvæmlega hvers konar hernaðaraðgerðir eru fyrirhugaðar. Sjálfur hyggst Obama kynna áform sín í ræðu á morgun, en í dag hyggst hann ræða málið við þingleiðtoga bæði repúblikana og demókrata. Hann hefur lýst því yfir að enginn landher verði sendur til Íraks eða Sýrlands. Hernaðurinn verði svipaður því sem Bandaríkin hafa áður gert í baráttu sinni gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher hefur þegar gert meira en 130 loftárásir á vígasveitir Íslamska ríkisins í Írak. Vígasveitirnar brugðust við með því að taka af lífi tvo bandaríska fréttamenn sem höfðu verið í gíslingu þeirra í Sýrlandi. Nokkur Evrópuríki hafa gefið loforð um þátttöku í hernaði gegn Íslamska ríkinu. Þá samþykkti Arabandalagið í gær að grípa til hernaðar gegn öfgahópum á borð við Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. Bandalagið lét þó vera að lýsa yfir stuðningi við hernað Bandaríkjanna. Í ályktun Arababandalagsins, sem samþykkt var eftir næturlanga fundi utanríkisráðherra aðildarríkjanna, segir að grípa eigi án tafar til aðgerða á ýmsum sviðum, þar á meðal pólitískra og lagalegra aðgerða auk hernaðar. Mustafi Alani, sem er yfirmaður öryggis- og varnarmáladeildar rannsóknarmiðstöðvar um málefni Persaflóaríkjanna í Genf, segir leiðtoga Arababandalagsríkjanna greinilega hafa áhyggjur af því hvað Bandaríkin ætli að gera. Sádi-Arabía og fleiri arabaríki hafa ekki síst gagnrýnt tregðu Bandaríkjanna við að skipta sér af borgarstyrjöldinni í Sýrlandi. Ekkert kemur fram í ályktun Arababandalagsins um það hvort stefnt sé að aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi sérstaklega.
Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira