Eitt best falda leyndarmál landsins Hrund Þórsdóttir skrifar 25. ágúst 2014 20:00 Margir Íslendingar hafa gaman af því að skoða landið sitt, en þó leynast faldar perlur víða og ein þeirra er í Landssveit á Suðurlandi. Við skoðuðum stærsta manngerða helli á Íslandi. Færa má rök fyrir því að Hellahellir, sem stendur í túninu hjá Hellum í Landi, sé meðal merkilegustu fornminja á Íslandi. Hann er gerður af manna höndum, er samtals um 200 fermetrar að stærð og hans er getið í heimildum allt frá 14. öld. Fyrstu rituðu heimildirnar um bæinn eru frá árinu 1332 en talið er að hellarnir við hann, sem alls eru þrír talsins, gætu verið frá því fyrir eiginlegt landnám og verið gerðir af Pöpum. Og af hverju er talið að fólk hafi ráðist í þetta verkefni? „Svo að hægt væri að nota þetta sem íverustaði og gripahús. Svo er þetta, eins og reynslan sýnir, óforgengilegt byggingarefni,“ segir Páll Sigurjónsson, bóndi á Galtalæk, sem sýndi fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 hellinn. Og höfum við einhverjar upplýsingar um hvers konar verkfæri þeir höfðu við að grafa þetta út? „Það var ekki um neitt að ræða nema hamar og meitil. Það er verk sem ég vildi ekki vinna,“ segir Páll. Í veggjum Hellahellis eru ýmiss konar ristur og rúnir. Sumar gætu verið allt frá dögum Papa en aðrar eru nýlegri og urðu þess valdandi að hellirinn er nú lokaður almenningi nema í fylgd heimamanna. „Það er þetta sem fer illa með margar minjar,“ segir Páll. „Menn hugsa ekki eða átta sig ekki á hvað þeir eru að gera.“ Í hellinum er svokallaður Dísukrókur, en talið er að Dísa þessi hafi verið flogaveik eða haldin geðrænum kvillum og því verið bundin föst. „Hún var bara geymd þarna konugreyið, eflaust mjög lengi enda var ekki um annað að ræða svo fólk færi sér ekki að voða eða yrði öðrum til skaða.“ Gat í hellisvegginn og far sem gæti verið eftir reipi styðja söguna um Dísu og einhverjir hafa orðið varir við reimleika í hellinum. Páll kannast þó ekki við það sjálfur. Í Hellahelli er margt áhugavert að sjá en þangað koma fáir gestir. „Þetta er mest best földu leyndarmálum sem ég veit um,“ segir Páll að lokum.Hér má finna nánari upplýsingar um hellinn. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Margir Íslendingar hafa gaman af því að skoða landið sitt, en þó leynast faldar perlur víða og ein þeirra er í Landssveit á Suðurlandi. Við skoðuðum stærsta manngerða helli á Íslandi. Færa má rök fyrir því að Hellahellir, sem stendur í túninu hjá Hellum í Landi, sé meðal merkilegustu fornminja á Íslandi. Hann er gerður af manna höndum, er samtals um 200 fermetrar að stærð og hans er getið í heimildum allt frá 14. öld. Fyrstu rituðu heimildirnar um bæinn eru frá árinu 1332 en talið er að hellarnir við hann, sem alls eru þrír talsins, gætu verið frá því fyrir eiginlegt landnám og verið gerðir af Pöpum. Og af hverju er talið að fólk hafi ráðist í þetta verkefni? „Svo að hægt væri að nota þetta sem íverustaði og gripahús. Svo er þetta, eins og reynslan sýnir, óforgengilegt byggingarefni,“ segir Páll Sigurjónsson, bóndi á Galtalæk, sem sýndi fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 hellinn. Og höfum við einhverjar upplýsingar um hvers konar verkfæri þeir höfðu við að grafa þetta út? „Það var ekki um neitt að ræða nema hamar og meitil. Það er verk sem ég vildi ekki vinna,“ segir Páll. Í veggjum Hellahellis eru ýmiss konar ristur og rúnir. Sumar gætu verið allt frá dögum Papa en aðrar eru nýlegri og urðu þess valdandi að hellirinn er nú lokaður almenningi nema í fylgd heimamanna. „Það er þetta sem fer illa með margar minjar,“ segir Páll. „Menn hugsa ekki eða átta sig ekki á hvað þeir eru að gera.“ Í hellinum er svokallaður Dísukrókur, en talið er að Dísa þessi hafi verið flogaveik eða haldin geðrænum kvillum og því verið bundin föst. „Hún var bara geymd þarna konugreyið, eflaust mjög lengi enda var ekki um annað að ræða svo fólk færi sér ekki að voða eða yrði öðrum til skaða.“ Gat í hellisvegginn og far sem gæti verið eftir reipi styðja söguna um Dísu og einhverjir hafa orðið varir við reimleika í hellinum. Páll kannast þó ekki við það sjálfur. Í Hellahelli er margt áhugavert að sjá en þangað koma fáir gestir. „Þetta er mest best földu leyndarmálum sem ég veit um,“ segir Páll að lokum.Hér má finna nánari upplýsingar um hellinn.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira