Börn útsettari fyrir skaðlegum áhrifum tækja Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. september 2014 09:06 Teitur Guðmundsson, læknir á Heilsuvernd, leyfir sínum börnum að nota tölvur í litlum mæli. „Við hjónin höfum tamið okkur umgengnisreglur og þó svo það gangi ekki kannski alltaf eftir er meginreglan sú að notkun á þessum tækjum sé sem minnst virka daga, helst ekki meira en hálftími og jafnvel engin þá daga sem er mikið álag í íþróttum og heimalærdómi. Um helgar erum við slakari. Aðalatriði fyrir mér er að nota ekki slík tæki stuttu fyrir svefn því ég er viss um að það truflar svefninn.“Börn útsettari fyrir skaðlegum áhrifum Aðspurður segir Teitur börn á ákveðnum aldursbilum útsettari fyrir skaðlegum áhrifum af tækjum og tólum en fullorðið fólk. „Þau eru í meiri hættu ef horft er til þess að ánetjast eða ofnota slík tæki og gera ekki greinarmun á skapandi notkun og svo einfaldlega mötun sem er talsverður munur á. Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af heilsufari og hegðunarröskunum í tengslum við notkun þessara tækja og svo virðist sem sé að safnast saman meiri vitneskja um slíkt á síðustu árum. Þá er líkami barna að vissu leyti útsettari fyrir áhrifum bylgjutegunda þeirra sem tækin gefa frá sér. Þau eru til dæmis með þynnri hauskúpu, líkaminn er að vaxa og þroskast og þá sérstaklega heilinn, en einnig kirtlastarfsemi svo dæmi séu tekin. Þá má nefna að áhyggjur hafa komið fram af myndun krabbameina í æxlunarfærum og brjóstum sökum þess að tækin liggja þétt upp að líkamanum í lengri eða skemmri tíma. Ég vil til dæmis ekki að dóttir mín sé með farsímann hangandi framan á bringunni í bandi þar sem ég er þess fullviss að það sé ekki hollt, en skaðsemin hefur þó ekki verið sönnuð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sett fram þá skoðun að tæki sem þessi séu mögulega krabbameinsvaldandi og til að mynda er núna fyrirvari í smáa letrinu á flestum farsímum að það eigi að halda tækinu að minnsta kosti 5 mm frá líkamanum við notkun þess og geymslu. Þá hafa ítrekað borist fregnir af því að stjórnendur og tæknifólk þeirra stórfyrirtækja sem framleiði slíkar vörur verji börn sín fyrir notkun þeirra sem auðvitað ætti að gera mann aðeins varari um sig.“Hverjar eru helstu afleiðingar of mikillar tækjanotkunar barna? „Það eru margar taldar upp í raun, sumar settar fram með nokkuð mikilli vissu og rannsóknir á bak við sig, aðrar meira af tilfinningunni einni saman. Það virðist vera ljóst að mikil notkun tækja sem þessara leiði til breytinga í þroska og þróun einstaklinganna. Af því leiða menn hegðunarraskanir líkt og ADHD, einhverfu, kvíða, depurð, árásargirni og svo framvegis. Þá er lýst áhyggjum af kyrrsetumynstri og mögulegri offitu í tengslum við það og er nokkur fylgni þarna á milli. Líkur á fíkn í tækin eru miklar og sérstaklega hjá þeim sem eru á miðskólastigi og í gagnfræðaskóla, en notkun samfélagsmiðla til að eiga samskipti er mjög mikil hjá þeim hópi og áhyggjurnar af að missa af einhverju geta verið umtalsverðar sem gerir notkunina meiri. Það segir sig eiginlega sjálft að notkun slíkra tækja hefur neikvæð áhrif á svefn bæði barna og fullorðinna og því eiga slík tæki ekkert erindi í svefnherbergi hjá fólki almennt.“Hvað geta foreldrar gert til að sporna við of mikilli tækjanotkun? „Líklega er besta leiðin að sporna við of mikilli tækjanotkun með reglum og að foreldrar tali sig saman um hvaða nálgun hentar best. Það er auðvitað augljóst að þau læra það sem fyrir þeim er haft svo foreldrar þyrftu að líta sér nær fyrir það fyrsta. Þá hafa komið fram leiðbeiningar bæði frá amerísku og kanadísku barnalæknasamtökunum. Einnig er að finna slíkar leiðbeiningar í Evrópu. Almennt er talað um þrjátíu til sextíu mínútur á dag að hámarki fyrir yngri börn – en enga notkun fyrir tveggja ára aldur. Unglingar og fullorðnir ættu jafnframt að varast notkun sem stendur lengur en tvær klukkustundir á dag. Þá er rétt að hafa sem minnsta notkun virka daga en mögulega leyfa meira um helgar. Aðalatriði í mínum huga er þó að reyna þá að hafa notkunina skapandi því ekki má gleyma að þróunin er komin til með að vera og það má líka nýta tæknina til góðs, við erum bara rétt að læra að umgangast hana og verðum að taka tillit til mögulegrar skaðsemi.“Steve Jobs með iPadVísir/Getty Tæknigúrúar um tölvunotkun barna sinna: Steve Jobs Í viðtali við New York Times, síðla árs 2010, þegar spjaldtölvan iPad var að vaxa gríðarlega í vinsældum spurði blaðamaður Steve Jobs, stofnanda Apple, hvort börnin hans elskuðu ekki iPad-inn. „Þau hafa ekki prófað iPad. Við leyfum börnunum ekki að vera mikið í tölvum heima.“Chris Anderson, fyrrverandi ritstjóri Wired og forstjóri 3D RoboticsVísir/GettyChris Anderson Fyrrverandi ritstjóri hins virta tæknitímarits Wired og forstjóri tækninýjungafyrirtækisins 3D Robotics, sem býr til svokallaða dróna, setur netvörn og síur á allar tölvur á heimilinu. „Krakkarnir saka mig um að vera algjör fasisti og allt of áhyggjufullur yfir tölvunotkun þeirra. Þau segja að engir vinir þeirra þurfi að lúta sömu reglum og þau. Það er vegna þess að við höfum séð hætturnar sem stafa af tækni frá fyrstu hendi. Ég vil ekki að börnin endi eins og ég.“Alex Constantinople, forstjóri OutCast AgencyVísir/TwitterAlex Constantinople Forstjóri OutCast Agency, sem er markaðsfyrirtæki með áherslu á tækni, segir að yngsti sonur hennar, sem er fimm ára gamall, megi aldrei nota spjaldtölvu á virkum dögum. Hún segir eldri börnin sín, tíu og þrettán ára, fái að nota spjaldtölvur í hálftíma á dag á virkum dögum. Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Teitur Guðmundsson, læknir á Heilsuvernd, leyfir sínum börnum að nota tölvur í litlum mæli. „Við hjónin höfum tamið okkur umgengnisreglur og þó svo það gangi ekki kannski alltaf eftir er meginreglan sú að notkun á þessum tækjum sé sem minnst virka daga, helst ekki meira en hálftími og jafnvel engin þá daga sem er mikið álag í íþróttum og heimalærdómi. Um helgar erum við slakari. Aðalatriði fyrir mér er að nota ekki slík tæki stuttu fyrir svefn því ég er viss um að það truflar svefninn.“Börn útsettari fyrir skaðlegum áhrifum Aðspurður segir Teitur börn á ákveðnum aldursbilum útsettari fyrir skaðlegum áhrifum af tækjum og tólum en fullorðið fólk. „Þau eru í meiri hættu ef horft er til þess að ánetjast eða ofnota slík tæki og gera ekki greinarmun á skapandi notkun og svo einfaldlega mötun sem er talsverður munur á. Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af heilsufari og hegðunarröskunum í tengslum við notkun þessara tækja og svo virðist sem sé að safnast saman meiri vitneskja um slíkt á síðustu árum. Þá er líkami barna að vissu leyti útsettari fyrir áhrifum bylgjutegunda þeirra sem tækin gefa frá sér. Þau eru til dæmis með þynnri hauskúpu, líkaminn er að vaxa og þroskast og þá sérstaklega heilinn, en einnig kirtlastarfsemi svo dæmi séu tekin. Þá má nefna að áhyggjur hafa komið fram af myndun krabbameina í æxlunarfærum og brjóstum sökum þess að tækin liggja þétt upp að líkamanum í lengri eða skemmri tíma. Ég vil til dæmis ekki að dóttir mín sé með farsímann hangandi framan á bringunni í bandi þar sem ég er þess fullviss að það sé ekki hollt, en skaðsemin hefur þó ekki verið sönnuð. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sett fram þá skoðun að tæki sem þessi séu mögulega krabbameinsvaldandi og til að mynda er núna fyrirvari í smáa letrinu á flestum farsímum að það eigi að halda tækinu að minnsta kosti 5 mm frá líkamanum við notkun þess og geymslu. Þá hafa ítrekað borist fregnir af því að stjórnendur og tæknifólk þeirra stórfyrirtækja sem framleiði slíkar vörur verji börn sín fyrir notkun þeirra sem auðvitað ætti að gera mann aðeins varari um sig.“Hverjar eru helstu afleiðingar of mikillar tækjanotkunar barna? „Það eru margar taldar upp í raun, sumar settar fram með nokkuð mikilli vissu og rannsóknir á bak við sig, aðrar meira af tilfinningunni einni saman. Það virðist vera ljóst að mikil notkun tækja sem þessara leiði til breytinga í þroska og þróun einstaklinganna. Af því leiða menn hegðunarraskanir líkt og ADHD, einhverfu, kvíða, depurð, árásargirni og svo framvegis. Þá er lýst áhyggjum af kyrrsetumynstri og mögulegri offitu í tengslum við það og er nokkur fylgni þarna á milli. Líkur á fíkn í tækin eru miklar og sérstaklega hjá þeim sem eru á miðskólastigi og í gagnfræðaskóla, en notkun samfélagsmiðla til að eiga samskipti er mjög mikil hjá þeim hópi og áhyggjurnar af að missa af einhverju geta verið umtalsverðar sem gerir notkunina meiri. Það segir sig eiginlega sjálft að notkun slíkra tækja hefur neikvæð áhrif á svefn bæði barna og fullorðinna og því eiga slík tæki ekkert erindi í svefnherbergi hjá fólki almennt.“Hvað geta foreldrar gert til að sporna við of mikilli tækjanotkun? „Líklega er besta leiðin að sporna við of mikilli tækjanotkun með reglum og að foreldrar tali sig saman um hvaða nálgun hentar best. Það er auðvitað augljóst að þau læra það sem fyrir þeim er haft svo foreldrar þyrftu að líta sér nær fyrir það fyrsta. Þá hafa komið fram leiðbeiningar bæði frá amerísku og kanadísku barnalæknasamtökunum. Einnig er að finna slíkar leiðbeiningar í Evrópu. Almennt er talað um þrjátíu til sextíu mínútur á dag að hámarki fyrir yngri börn – en enga notkun fyrir tveggja ára aldur. Unglingar og fullorðnir ættu jafnframt að varast notkun sem stendur lengur en tvær klukkustundir á dag. Þá er rétt að hafa sem minnsta notkun virka daga en mögulega leyfa meira um helgar. Aðalatriði í mínum huga er þó að reyna þá að hafa notkunina skapandi því ekki má gleyma að þróunin er komin til með að vera og það má líka nýta tæknina til góðs, við erum bara rétt að læra að umgangast hana og verðum að taka tillit til mögulegrar skaðsemi.“Steve Jobs með iPadVísir/Getty Tæknigúrúar um tölvunotkun barna sinna: Steve Jobs Í viðtali við New York Times, síðla árs 2010, þegar spjaldtölvan iPad var að vaxa gríðarlega í vinsældum spurði blaðamaður Steve Jobs, stofnanda Apple, hvort börnin hans elskuðu ekki iPad-inn. „Þau hafa ekki prófað iPad. Við leyfum börnunum ekki að vera mikið í tölvum heima.“Chris Anderson, fyrrverandi ritstjóri Wired og forstjóri 3D RoboticsVísir/GettyChris Anderson Fyrrverandi ritstjóri hins virta tæknitímarits Wired og forstjóri tækninýjungafyrirtækisins 3D Robotics, sem býr til svokallaða dróna, setur netvörn og síur á allar tölvur á heimilinu. „Krakkarnir saka mig um að vera algjör fasisti og allt of áhyggjufullur yfir tölvunotkun þeirra. Þau segja að engir vinir þeirra þurfi að lúta sömu reglum og þau. Það er vegna þess að við höfum séð hætturnar sem stafa af tækni frá fyrstu hendi. Ég vil ekki að börnin endi eins og ég.“Alex Constantinople, forstjóri OutCast AgencyVísir/TwitterAlex Constantinople Forstjóri OutCast Agency, sem er markaðsfyrirtæki með áherslu á tækni, segir að yngsti sonur hennar, sem er fimm ára gamall, megi aldrei nota spjaldtölvu á virkum dögum. Hún segir eldri börnin sín, tíu og þrettán ára, fái að nota spjaldtölvur í hálftíma á dag á virkum dögum.
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira