Lífið

Bollar innblásnir af kaffiplöntunni

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Mynd/Hulda Sif
„Ég ákvað að taka kaffiplöntuna fyrir, hvaðan kaffibaunirnar og kaffið sjálft kemur. Munstrið utan á bollunum eru kaffiberin sjálf svo þetta hefur á sama tíma fagurfræðilegan eiginleika og nothæfan, því berin utan á bollanum gefa líka gripið fyrir sjálfan bollann,“ segir Þórhildur Ásmundsdóttir, nemi í Myndlistarskólanum í Reykjavík en kaffibollasett hennar vakti aðdáun þýska hönnunarfyrirtækisins Kahla og fékk Þórhildur í kjölfarið boð um starfsnám hjá fyrirtækinu.

Tólf nemendur í diplómanámi við myndlistarskólann fóru í heimsókn í postulínsverksmiðjuna í Þýskalandi ásamt tveimur kennurum, en Kahla og Myndlistaskólinn í Reykjavík hafa átt í samstarfi um nokkurt skeið.

Þórhildur er einungis búin með eitt ár af diplómanáminu og því kom boðið um starfsnámið henni nokkuð á óvart.

Bollarnir koma í þremur stærðum. Munstrið er þrívítt og sest kaffið því innan í berin þegar drukkið er úr bollanum. MYND/HULDASIF
„Þetta er svolítil viðurkenning, sem er mjög skemmtilegt. Ég ætla að klára seinna árið í diplómanáminu hér heima áður en ég fer út í starfsnámið en það gefur mér líka meira svigrúm til þess að vinna og þróa hugmyndina á bak við kaffistellið betur. Það verður svo frábært að geta unnið að mínum eigin verkefnum í verksmiðjunni þeirra. Hér heima er engin sambærileg postulínsverksmiðja svo þetta er algjörlega það besta sem býðst.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.