Lífið

"Ég er ekki vön að tjá mig svona opinberlega"

Ellý Ármanns skrifar
„Ég er ekki vön að tjá mig svona opinberlega og hvað þá svona opinskátt, en fannst þetta vera þörf umræða og er hrærð og glöð yfir viðbrögðunum sem að við höfum fengið," segir Karen Einarsdóttir eiginkona Björgvins Páls Gústavssonar handboltamanns þegar við spyrjum hana um bloggfærsluna sem maður hennar birtir á heimasíðu sinni.

Þar skrifar Karen í einlægni um þrýsting umhverfisins þegar kemur að barneignum og reynslu hennar og Björgvins.

„Það var gott að koma þessu frá mér og að þetta sé ekki lengur feimnismál þvi það á auðvitað ekki að þurfa að vera það,“ segir Karen sem vill með skrifum sínum vekja fólk til umhugsunar sem hún sannarlega gerir með pistli sínum.



Hér má lesa brot úr pistli Karenar:

„Allt í allt fórum við í eina tæknisæðingu, þrjár heilar glasafrjóvgunarmeðferðir ásamt tveimur uppsetningum úr frysti en allar þessar meðferðir eru stuðningur til þess að frjógva fósturvísana og því er hún Emma 100% úr okkar genum og þurfum ekki meiri utanaðkomandi hjálp og því er vandamálið ekki stórt í okkar tilviki...

...  Það sem mér fannst erfiðast við þetta allt saman var utanaðkomandi pressan, spurningarnar og þetta jæja, sem kom oft á undan… hvenær komið þið með barn. Þá fyrst fannst mér pressan koma á mig og ég var orðin stressuð. En ég á frábæran mann sem að hélt mér frá því að brotna niður og hvatti mig áfram og fékk mig til að lifa eftir sinni sannfærinu…”Þetta gerist bara þegar það á að gerast og everything happens for a reason”.“



Hér er bloggfærslan í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.