Varð ekki vör við útsendarana hér á landi Ellý Ármanns skrifar 30. maí 2014 16:00 Auður Ögn Árnadóttir er að vonum ánægð með umfjöllunina. Food and Travel Magazine tilnefnir Salt Eldhús, sem er kennslueldhús í Reykjavík, eitt af 50 bestu kennslueldhúsum í Evrópu. Ekki nóg með það heldur varð Salt Eldhús á topp 5 lista yfir bestu kennslueldhúsin í Norður-Evrópu í vali blaðsins. Auður Ögn Árnadóttir eigandi Salt Eldhús varð ekki vör við útsendara blaðsins hér á landi. „Þeir virðast hafa laumað sér á „Local in Focal“ en það eru námskeið sem eru í boði daglega fyrir erlenda ferðamenn og er þar kennt á ensku“ segir hún og útskýrir að á þessum námskeiðum er farið í íslenskt hráefni, sérstöðu þess og ferskleika og matreitt samkvæmt norræna eldhúsinu sem er svo vinsælt um þessar mundir.Féllu fyrir íslenska hráefninu „Ætli það sé ekki þetta ferska íslenska hráefni sem þeir hafa fallið fyrir, ásamt stemmingunni sem við reynum að skapa á hverju námskeiði. Þeir virðast þó hafa haft veður af þeirri dagskrá sem er í boði fyrir innlenda gesti Salt Eldhúss, því þeir minnast á bláberjabökur og fleira spennandi, ásamt því hversu bjart og fallegt húsnæðið sé,„ bætir hún við. Gaman þegar Ísland fær jákvæða umfjöllun í erlendum miðlum.„Það sem fólk virðist helst falla fyrir er stemningin á námskeiðunum, sameiginlega borðhaldið í lokin, þegar við njótum afrakstursins með glasi af góðu víni og að eiga þess kost að prófa sig áfram með eitthvað nýtt í matargerðinni, hvort sem er á opnu námskeiði eða einkanámskeiði með vinum eða vinnufélögum“ segir Auður. „En mér finnst einmitt gleðilegt hversu stóran hóp ég á af fastakúnnum sem koma aftur og aftur til að upplifa einmitt þetta. Ég segi það oft að eiginlega eini munurinn á því að eiga kvöldstund á Salti Eldhúsi eða veitingahúsi sé sá, að í stað þess að kokkurinn sé að elda fyrir þig, þá eldar hann með þér. Þjónustan sem við veitum er að öðru leiti svipuð, við þjónum til borðs þegar það á við, erum með uppvaskara og aðstoðarmenn á okkar snærum sem dekra við gestina.“Hvenær kviknaði þessi hugmynd hjá þér að opna kennslueldhús? „Hugmyndin var að sjálfu sér ekki mjög gömul, en það tók mig töluverðan tíma að finna rétt húsnæði og þegar það var komið, tók framkvæmdin ekki langan tíma. Það hefur svo tekið þessi tvö ár að festa sig í sessi og vitund fólks. Ég hef aldrei auglýst neitt og treysti á að ánægðir viðskiptavinir beri hróður eldhússins víða. Það er stragetía sem virðist hafa virkað í mínu tilfelli, því það er nóg að gera.“ Hvað er það svo við þetta starf sem heillar? „Ég starfaði áður sem stílisti og tók þá að mér ýmis konar verkefni eins og að stílisera heimili fólks og fyrirtækja, myndatökur, brúðkaup og margt fleira. Það var svo þessi ástríða mín fyrir matargerð og því að skapa fallega stemningu sem leiddi áfram,„ segir Auður. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Food and Travel Magazine tilnefnir Salt Eldhús, sem er kennslueldhús í Reykjavík, eitt af 50 bestu kennslueldhúsum í Evrópu. Ekki nóg með það heldur varð Salt Eldhús á topp 5 lista yfir bestu kennslueldhúsin í Norður-Evrópu í vali blaðsins. Auður Ögn Árnadóttir eigandi Salt Eldhús varð ekki vör við útsendara blaðsins hér á landi. „Þeir virðast hafa laumað sér á „Local in Focal“ en það eru námskeið sem eru í boði daglega fyrir erlenda ferðamenn og er þar kennt á ensku“ segir hún og útskýrir að á þessum námskeiðum er farið í íslenskt hráefni, sérstöðu þess og ferskleika og matreitt samkvæmt norræna eldhúsinu sem er svo vinsælt um þessar mundir.Féllu fyrir íslenska hráefninu „Ætli það sé ekki þetta ferska íslenska hráefni sem þeir hafa fallið fyrir, ásamt stemmingunni sem við reynum að skapa á hverju námskeiði. Þeir virðast þó hafa haft veður af þeirri dagskrá sem er í boði fyrir innlenda gesti Salt Eldhúss, því þeir minnast á bláberjabökur og fleira spennandi, ásamt því hversu bjart og fallegt húsnæðið sé,„ bætir hún við. Gaman þegar Ísland fær jákvæða umfjöllun í erlendum miðlum.„Það sem fólk virðist helst falla fyrir er stemningin á námskeiðunum, sameiginlega borðhaldið í lokin, þegar við njótum afrakstursins með glasi af góðu víni og að eiga þess kost að prófa sig áfram með eitthvað nýtt í matargerðinni, hvort sem er á opnu námskeiði eða einkanámskeiði með vinum eða vinnufélögum“ segir Auður. „En mér finnst einmitt gleðilegt hversu stóran hóp ég á af fastakúnnum sem koma aftur og aftur til að upplifa einmitt þetta. Ég segi það oft að eiginlega eini munurinn á því að eiga kvöldstund á Salti Eldhúsi eða veitingahúsi sé sá, að í stað þess að kokkurinn sé að elda fyrir þig, þá eldar hann með þér. Þjónustan sem við veitum er að öðru leiti svipuð, við þjónum til borðs þegar það á við, erum með uppvaskara og aðstoðarmenn á okkar snærum sem dekra við gestina.“Hvenær kviknaði þessi hugmynd hjá þér að opna kennslueldhús? „Hugmyndin var að sjálfu sér ekki mjög gömul, en það tók mig töluverðan tíma að finna rétt húsnæði og þegar það var komið, tók framkvæmdin ekki langan tíma. Það hefur svo tekið þessi tvö ár að festa sig í sessi og vitund fólks. Ég hef aldrei auglýst neitt og treysti á að ánægðir viðskiptavinir beri hróður eldhússins víða. Það er stragetía sem virðist hafa virkað í mínu tilfelli, því það er nóg að gera.“ Hvað er það svo við þetta starf sem heillar? „Ég starfaði áður sem stílisti og tók þá að mér ýmis konar verkefni eins og að stílisera heimili fólks og fyrirtækja, myndatökur, brúðkaup og margt fleira. Það var svo þessi ástríða mín fyrir matargerð og því að skapa fallega stemningu sem leiddi áfram,„ segir Auður.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira