Þriðjungur frestar læknisheimsóknum – 1. maí 2014 Signý Jóhannesdóttir skrifar 22. apríl 2014 07:00 Verkalýðshreyfingin vill samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra. Við viljum samfélag þar sem öryggisnet velferðarkerfisins grípur okkur þegar áföll verða. Einn grundvallarþáttur velferðar er gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Við Íslendingar höfum haft samfélagssáttmála um að öllum landsmönnum skuli tryggð besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á. Þetta endurspeglast m.a. í markmiði laga um heilbrigðisþjónustu og stefnuskrám flestra stjórnmálaflokka. Vaxandi kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum hefur unnið gegn þessu markmiði. Á síðustu þrjátíu árum hefur kostnaðarhlutdeild heimila í heilbrigðisþjónustu nær tvöfaldast og þau standa nú undir um 20% af öllum heilbrigðisútgjöldum. Við þekkjum öll dæmi af tug- og jafnvel hundraða þúsunda króna reikningum sem sjúklingum er gert að greiða. Þessi kostnaður leggst þungt á mörg heimili. Þá er eftir að bæta við kostnað þeirra sem búa fjarri þjónustunni og þurfa að sækja hana um langan veg. Við sjáum aðvörunarljós blikka í tölum um fjölda þeirra sem fresta því að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu. Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2013 frestaði tæplega þriðjungur landsmanna læknisheimsókn á síðustu sex mánuðum. Hlutfallið var enn hærra meðal lágtekjufólks og öryrkja. Það er verulegt áhyggjuefni hversu margir tilgreina há komugjöld og mikinn lyfjakostnað sem helstu ástæðu frestunar. Samkvæmt tölum frá Eurostat er mun algengara að Íslendingar sæki sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar en íbúar í nágrannalöndunum. Þetta ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra hefur raunar lýst því yfir að ekki standi til að lækka hlutdeild sjúklinga í heilbrigðiskostnaði en hefur jafnframt skipað nefnd um samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir alla heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Í ljósi ummæla ráðherrans má þó ætla að hugmyndin sé einkum tilfærsla á kostnaði milli hópa, sem þýðir enn hærri gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu fyrir allan meginþorra almennings. Niðurstaðan má aldrei verða sú að við sættum okkur við samfélag þar sem hluti þjóðarinnar þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu þegar heilsan bilar. Við viljum samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin vill samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra. Við viljum samfélag þar sem öryggisnet velferðarkerfisins grípur okkur þegar áföll verða. Einn grundvallarþáttur velferðar er gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Við Íslendingar höfum haft samfélagssáttmála um að öllum landsmönnum skuli tryggð besta heilbrigðisþjónusta sem völ er á. Þetta endurspeglast m.a. í markmiði laga um heilbrigðisþjónustu og stefnuskrám flestra stjórnmálaflokka. Vaxandi kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum hefur unnið gegn þessu markmiði. Á síðustu þrjátíu árum hefur kostnaðarhlutdeild heimila í heilbrigðisþjónustu nær tvöfaldast og þau standa nú undir um 20% af öllum heilbrigðisútgjöldum. Við þekkjum öll dæmi af tug- og jafnvel hundraða þúsunda króna reikningum sem sjúklingum er gert að greiða. Þessi kostnaður leggst þungt á mörg heimili. Þá er eftir að bæta við kostnað þeirra sem búa fjarri þjónustunni og þurfa að sækja hana um langan veg. Við sjáum aðvörunarljós blikka í tölum um fjölda þeirra sem fresta því að sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu. Samkvæmt rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2013 frestaði tæplega þriðjungur landsmanna læknisheimsókn á síðustu sex mánuðum. Hlutfallið var enn hærra meðal lágtekjufólks og öryrkja. Það er verulegt áhyggjuefni hversu margir tilgreina há komugjöld og mikinn lyfjakostnað sem helstu ástæðu frestunar. Samkvæmt tölum frá Eurostat er mun algengara að Íslendingar sæki sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar en íbúar í nágrannalöndunum. Þetta ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni þegar mótuð er stefna um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra hefur raunar lýst því yfir að ekki standi til að lækka hlutdeild sjúklinga í heilbrigðiskostnaði en hefur jafnframt skipað nefnd um samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir alla heilbrigðisþjónustu, sem er vel. Í ljósi ummæla ráðherrans má þó ætla að hugmyndin sé einkum tilfærsla á kostnaði milli hópa, sem þýðir enn hærri gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu fyrir allan meginþorra almennings. Niðurstaðan má aldrei verða sú að við sættum okkur við samfélag þar sem hluti þjóðarinnar þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu þegar heilsan bilar. Við viljum samfélag fyrir alla.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun