Íslenski boltinn

Hollenskur unglingalandsliðsmaður til reynslu hjá KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Mynd/Stefán
Íslandsmeistarar KR eru að skoða hollenska varnarmanninn Maikel Verkoelen sem mun æfa með Vesturbæjarliðinu út þessa viku til að sýna forráðamönnum og þjálfurum KR hvað hann getur. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðunni krreykjavik.is.

Maikel Verkoelen er 21 árs miðvörður sem er að leita sér að liði en hann er alinn upp hjá PSV Einhoven en tókst ekki að vinna sér sæti í aðalliði PSV. Verkoelen spilaði með FC Einhoven í næstefstu deild í Hollandi á síðasta tímabil.

Maikel Verkoelen á leiki fyrir unglingalandslið Hollendinga en hann lék tvo landsleiki með U-17 ára liðinu og tvo leiki með U-19 ára liðinu.

„Rúnar Kristinsson hefur gefið það út að félagið sé að leita að markverði, miðverði og miðjumanni. KR hefur verið í viðræðum við Stefán Loga Magnússon, skoðar nú þennan hollenska miðvörð og þá lék Klaus Lykke, danskur miðjumaður með liðinu gegn Stjörnunni fyrir jól," segir í fréttinni á krreykjavik.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×