Lífið

Öll lög Pharrell byrja eins

Baldvin Þormóðsson skrifar
Tónlistarspekúlantar eru ekki á sama máli með einkenni Pharrell.
Tónlistarspekúlantar eru ekki á sama máli með einkenni Pharrell. vísir/getty
Tónlistarmaðurinn Pharrell ætti ekki að vera neinum ókunnugur enda hefur hann staðið að gríðarlegu magni svokallaðra slagara á undanförnum árum.

Það var þó ekki fyrr en nýlega að tónlistarspekúlantar tóku eftir því að meginþorri slagara tónlistarmannsins byrja nákvæmlega eins.

Alveg frá laginu Happy sem kom út á síðasta ári og til lagsins Right Here sem kom út 1993 þá virðist það vera megineinkenni Pharrell að lagið byrji á stuttri hringrás á fyrsta tóninum í fyrsta takt lagsins.

Tónlistarmaðurinn Mr. Discopop setti inn hljóðskrá á Soundcloud þar sem hann tók saman þetta einkenni í þrettán mismunandi lögum en hljóðskránna má hlýða á hér fyrir neðan.

Discopop birtir hljóðskránna sem merki þess að Pharrell geti ekki samið góða byrjun á lagi en aðrir tónlistarspekúlantar halda því fram að listamenn setji oft sitt eigið einkenni í verkin sín og að þetta sé einkenni tónlistarmannsins.

Dæmi hver fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.