Lífið

Þetta er Ungfrú Bandaríkin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hin 24 ára Nia Sanchez var krýnd Ungfrú Bandaríkin í gær í keppninni sem heitir á ensku Miss USA.

Nia keppti fyrir hönd síns fylkis, Nevada, en hún hreppti titilinn Ungfrú Nevada í janúar á þessu ári. Hún er fyrsta konan frá fylkinu til að vera krýnd Ungfrú Bandaríkin.

Keppnin var haldin í Baton Rouge Civic Center í Louisiana og voru kynnar þau Giuliana Rancic og Thomas Roberts.

Alls kepptu fimmtíu konur um titilinn eftirsótta en í öðru sæti var Ungfrú Norður-Dakóta, Audra Mari.

Nia keppir í keppninni Ungfrú heimur fyrir hönd Bandaríkjanna seinna á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.