Innlent

Tveir handteknir í nótt

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Tveir karlmenn um tvítugt voru handteknir á Hafnarfjarðarvegi við Vífilsstaðaveg á þriðja tímanum í nótt, eftir að  bifreið sem þeir voru í hafði hafnað á umferðarskilti.

Þeir gerðu tilraun til að koma sér af vettvangi en bifreiðin var of illa farin eftir áreksturinn til að komast af stað.

Mennirnir voru í annarlegu ástandi og kannaðist hvorugur við að hafa setið undir stýri þegar áreksturinn varð. Voru þeir vistaðir í fangageymslu og verða yfirheyrðir í dag, þegar minnið kemst í lag og þeir geta greint frá því hvor hélt um stýrið.

Fjórir aðrir ökumenn voru teknir úr umferð af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt fyrir að aka ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×