Rómans með Runólfi Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2014 11:30 Guðbjörg Gissurardóttir segir Runólf ótrúlega rómantískan og sætan ferðafélaga. Bíllinn var fluttur til landsins af arkitekt og skipasmið sem sérhannaði í hann haganlegar innréttingar. mynd/gva Ertu ævintýragjarn og hefur gaman af óvæntum uppákomum? Þá gefst tækifæri til að ferðast í 37 ára gömlum húsbíl um sérvalda staði Íslands. „Það leið ekki nema mínúta frá því ég sá Runólf fyrst þar til að ég hafði fest kaup á honum; þetta var ást við fyrstu sýn,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, fagurkeri, náttúruunnandi og ritstjóri tímaritsins Í boði náttúrunnar. Guðbjörg er að tala um Runólf; rauðbirkinn, 37 ára gamlan Frakka af tegundinni Renault Estafette, árgerð 1977. Ástmöginn ætlar hún að lána tveimur heppnum ferðalöngum í fyrstu HandPicked-ferðina um Ísland. „HandPicked Iceland varð til þegar ég lenti í því æ ofan í æ að finna ekki annað en hamborgara- og pitsustaði á ferðalagi mínu um landið. Þá áttaði ég mig á að ferðamenn bráðvantaði leiðarvísi um úrvalið af því besta sem Ísland geymir og gaf út fyrsta HandPicked-bæklinginn sem enn er sá eini sinnar tegundar um leyndar gersemar Íslands.“ Fyrsti HandPicked-bæklingur Guðbjargar hét Eat, síðan kom Sleep, næst Shop & Play og nú Kids & Culture fyrir krakka og menningu. Sjálf fer Guðbjörg um land allt til að sannreyna HandPicked-staðina og tryggja að allt sé í lagi. „Þetta er afar persónulegt verkefni og ég handtíni staði sem ég mundi sérvelja handa mínum bestu vinum til að upplifa og njóta. HandPicked Iceland er gæðastimpill og með HandPicked-kort við höndina er eins og að ferðast um sveitir lands með góðum vini sem gjörþekkir landsins yndislegustu ævintýri sem maður annars færi sennilega á mis við.“ Óvissuferð með Runólfi Dagana 1. til 8. júlí verður farið í fyrstu HandPicked-óvissuferðina. Umsóknir eru öllum opnar og umsóknarfrestur til laugardagsins 7. júní. „Við leitum að pari, vinum, elskendum eða hverjum þeim sem langar að upplifa „slow travel“-ferðamennsku og njóta ósvikinna ævintýra með Runólfi. Runólfur er í Fornbílaklúbbnum og fer ekki hraðar en 70 kílómetra á klukkustund. Því fer maður hægt um íslenskt landslag og nýtur útsýnis á hæfilegum hraða.“ Þeir sem verða fyrir valinu leggja af stað frá Reykjavík þriðjudaginn 1. júlí með átta umslög í farteskinu og halda þaðan út í buskann. „Í farangrinum verður eitt umslag fyrir hvern dag með fyrirmælum um hvar á að stoppa, borða, versla, gista, njóta og upplifa ótal áhugaverða og skemmtilega hluti á HandPicked-kortinu. Innifalið er bensín á bílinn, sjö nátta gisting í Runólfi og á hótelum, tvær til þrjár máltíðir á dag hjá sérvöldum HandPicked-vinum, fjölbreyttar ferðaupplifanir og óvæntar uppákomur sem ekki má segja frá. Í staðinn þurfa ferðalangarnir að taka með sér góða skapið og deila upplifun sinni með texta og myndum í gegnum bloggið okkar og samfélagsmiðlana.“ Ævintýraþyrstir geta sent stutt bréf á ensku um sjálfa sig og ferðafélagann á netfangið gg@ibn.is ásamt myndum af báðum. Tilkynnt verður um þá heppnu á Facebook. Sjá handpickediceland.is. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Ertu ævintýragjarn og hefur gaman af óvæntum uppákomum? Þá gefst tækifæri til að ferðast í 37 ára gömlum húsbíl um sérvalda staði Íslands. „Það leið ekki nema mínúta frá því ég sá Runólf fyrst þar til að ég hafði fest kaup á honum; þetta var ást við fyrstu sýn,“ segir Guðbjörg Gissurardóttir, fagurkeri, náttúruunnandi og ritstjóri tímaritsins Í boði náttúrunnar. Guðbjörg er að tala um Runólf; rauðbirkinn, 37 ára gamlan Frakka af tegundinni Renault Estafette, árgerð 1977. Ástmöginn ætlar hún að lána tveimur heppnum ferðalöngum í fyrstu HandPicked-ferðina um Ísland. „HandPicked Iceland varð til þegar ég lenti í því æ ofan í æ að finna ekki annað en hamborgara- og pitsustaði á ferðalagi mínu um landið. Þá áttaði ég mig á að ferðamenn bráðvantaði leiðarvísi um úrvalið af því besta sem Ísland geymir og gaf út fyrsta HandPicked-bæklinginn sem enn er sá eini sinnar tegundar um leyndar gersemar Íslands.“ Fyrsti HandPicked-bæklingur Guðbjargar hét Eat, síðan kom Sleep, næst Shop & Play og nú Kids & Culture fyrir krakka og menningu. Sjálf fer Guðbjörg um land allt til að sannreyna HandPicked-staðina og tryggja að allt sé í lagi. „Þetta er afar persónulegt verkefni og ég handtíni staði sem ég mundi sérvelja handa mínum bestu vinum til að upplifa og njóta. HandPicked Iceland er gæðastimpill og með HandPicked-kort við höndina er eins og að ferðast um sveitir lands með góðum vini sem gjörþekkir landsins yndislegustu ævintýri sem maður annars færi sennilega á mis við.“ Óvissuferð með Runólfi Dagana 1. til 8. júlí verður farið í fyrstu HandPicked-óvissuferðina. Umsóknir eru öllum opnar og umsóknarfrestur til laugardagsins 7. júní. „Við leitum að pari, vinum, elskendum eða hverjum þeim sem langar að upplifa „slow travel“-ferðamennsku og njóta ósvikinna ævintýra með Runólfi. Runólfur er í Fornbílaklúbbnum og fer ekki hraðar en 70 kílómetra á klukkustund. Því fer maður hægt um íslenskt landslag og nýtur útsýnis á hæfilegum hraða.“ Þeir sem verða fyrir valinu leggja af stað frá Reykjavík þriðjudaginn 1. júlí með átta umslög í farteskinu og halda þaðan út í buskann. „Í farangrinum verður eitt umslag fyrir hvern dag með fyrirmælum um hvar á að stoppa, borða, versla, gista, njóta og upplifa ótal áhugaverða og skemmtilega hluti á HandPicked-kortinu. Innifalið er bensín á bílinn, sjö nátta gisting í Runólfi og á hótelum, tvær til þrjár máltíðir á dag hjá sérvöldum HandPicked-vinum, fjölbreyttar ferðaupplifanir og óvæntar uppákomur sem ekki má segja frá. Í staðinn þurfa ferðalangarnir að taka með sér góða skapið og deila upplifun sinni með texta og myndum í gegnum bloggið okkar og samfélagsmiðlana.“ Ævintýraþyrstir geta sent stutt bréf á ensku um sjálfa sig og ferðafélagann á netfangið gg@ibn.is ásamt myndum af báðum. Tilkynnt verður um þá heppnu á Facebook. Sjá handpickediceland.is.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira