Lífið

Birtir mynd af sér að gefa brjóst

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ofurfyrirsætan Natalia Vodianova birti mynd af sér á Instagram í dag sem er afar falleg. Á myndinni, sem er svarthvít, sést Natalia gefi syni sínum Maxim brjóst. Natalie er alsnakin á myndinni en Maxim er aðeins mánaðar gamall.

Myndin var tekin fyrir eiginmann fyrirsætunnar, milljarðamæringinn Antoine Arnault, sem fagnar afmæli í dag.

„Til hamingju með daginn elskan frá Paolo, Maxim og mér. Elska þig @antoinearnault,“ skrifar Natalia við myndina. 

Paolo er vísun í ítalska tískuljósmyndarann Paolo Roversi sem tók myndina.

Maxim er fjórða barn Nataliu en það fyrsta sem hún eignast með Antoine. Hún á þrjú önnur börn með fyrrverandi eignimanni sínum Justin Portman - soninn Lucas, tólf ára, dótturina Neva, átta ára og soninn Viktor, sex ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.