Baby ætlar að verða bóndi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 08:00 Aþena og Arnar Már ná vel saman. „Þetta er uppáhaldsmyndin mín. Systir mín horfði alltaf á hana þegar ég var yngri þannig að ég byrjaði að horfa á hana líka. Ég hef örugglega horft á hana upp undir tvö hundruð sinnum,“ segir Aþena Eir Jónsdóttir. Hún leikur aðalkvenhlutverkið í uppsetningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja á söngleiknum Dirty Dancing. Söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd sem sló fyrst í gegn þegar hún var frumsýnd árið 1987. Í myndinni lék Jennifer Grey Frances Houseman sem var oftast kölluð Baby. Í uppsetningu FS heitir sá karakter Lilla og Aþena er í því hlutverki. „Ég ætlaði bara að fara í dansprufurnar og komst í gegnum þær. Síðan var ég kölluð inn og beðin um að fara í leikprufu og fékk hlutverkið. Ég er rosalega ánægð með það,“ segir Aþena. Hún er á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þó hún sé aðeins fimmtán ára því henni var flýtt um eitt ár. Hún er yngsti meðlimurinn í sýningunni. „Það er gert grín að mér öðru hverju því ég er yngst. Svo er sá sem leikur á móti mér fimm árum eldri en ég þannig að það er svolítill munur,“ segir Aþena. Arnar Már Eyfells leikur Jonna en í upprunalegu myndinni var það Patrick Swayze sem túlkaði hann.Aþena hefur æft dans síðan hún var tíu ára.„Arnar Már er mjög góður og sjarmerandi. Hann á yngri systur sem er jafngömul og ég þannig að hann lítur á mig sem litlu systur sína.“ Dirty Dancing er frumsýnt á morgun í Andrews Theater á Ásbrú og eru aðeins fimm sýningar í boði næstu helgi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli. Það skemmtilegasta sem ég hef gert og það erfiðasta. Ég er mjög spennt og stressuð á sama tíma fyrir frumsýningunni. Söguþráðurinn í sýningunni er sá sami en sumum atriðum hefur verið örlítið breytt,“ segir Aþena. Aðspurð um goðsagnakenndu lyftuna úr myndinni segir hún það atriði aðeins breytt. „Það er lyfta en hún er ekki eins og í myndinni. Þessi lyfta í myndinni er náttúrulega ein sú erfiðasta sem hægt er að finna í dansi og því útfærðum við hana aðeins öðruvísi.“ Aþena hefur æft dans síðan hún var tíu ára en veit ekki hvort hún ætli að leggja leiklistina fyrir sig í framtíðinni. „Ég hef aðra drauma. Mig langar að verða bóndi. Ég er ekki búin að ákveða hvar en ég ætla á Hvanneyri eftir Fjölbrautaskólann. Útskrifast sem búfræðingur og tamningamaður og skella mér uppí sveit.“ Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
„Þetta er uppáhaldsmyndin mín. Systir mín horfði alltaf á hana þegar ég var yngri þannig að ég byrjaði að horfa á hana líka. Ég hef örugglega horft á hana upp undir tvö hundruð sinnum,“ segir Aþena Eir Jónsdóttir. Hún leikur aðalkvenhlutverkið í uppsetningu Fjölbrautaskóla Suðurnesja á söngleiknum Dirty Dancing. Söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd sem sló fyrst í gegn þegar hún var frumsýnd árið 1987. Í myndinni lék Jennifer Grey Frances Houseman sem var oftast kölluð Baby. Í uppsetningu FS heitir sá karakter Lilla og Aþena er í því hlutverki. „Ég ætlaði bara að fara í dansprufurnar og komst í gegnum þær. Síðan var ég kölluð inn og beðin um að fara í leikprufu og fékk hlutverkið. Ég er rosalega ánægð með það,“ segir Aþena. Hún er á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þó hún sé aðeins fimmtán ára því henni var flýtt um eitt ár. Hún er yngsti meðlimurinn í sýningunni. „Það er gert grín að mér öðru hverju því ég er yngst. Svo er sá sem leikur á móti mér fimm árum eldri en ég þannig að það er svolítill munur,“ segir Aþena. Arnar Már Eyfells leikur Jonna en í upprunalegu myndinni var það Patrick Swayze sem túlkaði hann.Aþena hefur æft dans síðan hún var tíu ára.„Arnar Már er mjög góður og sjarmerandi. Hann á yngri systur sem er jafngömul og ég þannig að hann lítur á mig sem litlu systur sína.“ Dirty Dancing er frumsýnt á morgun í Andrews Theater á Ásbrú og eru aðeins fimm sýningar í boði næstu helgi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli. Það skemmtilegasta sem ég hef gert og það erfiðasta. Ég er mjög spennt og stressuð á sama tíma fyrir frumsýningunni. Söguþráðurinn í sýningunni er sá sami en sumum atriðum hefur verið örlítið breytt,“ segir Aþena. Aðspurð um goðsagnakenndu lyftuna úr myndinni segir hún það atriði aðeins breytt. „Það er lyfta en hún er ekki eins og í myndinni. Þessi lyfta í myndinni er náttúrulega ein sú erfiðasta sem hægt er að finna í dansi og því útfærðum við hana aðeins öðruvísi.“ Aþena hefur æft dans síðan hún var tíu ára en veit ekki hvort hún ætli að leggja leiklistina fyrir sig í framtíðinni. „Ég hef aðra drauma. Mig langar að verða bóndi. Ég er ekki búin að ákveða hvar en ég ætla á Hvanneyri eftir Fjölbrautaskólann. Útskrifast sem búfræðingur og tamningamaður og skella mér uppí sveit.“
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira