„Ég slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2014 12:15 Grétar tók myndir á Fjórðungssjúkahúsinu á Neskaupstað. Mynd/Grétar Vilhjálmur „Ég slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður,“ segir Grétar Vilhjálmur Reynisson, starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins. Grétar brann í andliti við vinnu við nýja jarðspennustöð við botn Eskifjarðar á þriðjudaginn. Grétar, sem er 52 ára, var ásamt tveimur kollegum sínum við vinnu við háspennustöðina þegar skammhlaup varð. Voru þeir að tengja saman háspennugafla þegar spennan komst til jarðar. „Það sló út og myndaðist eldsúla,“ segir Grétar sem skýtur á að blossinn, sem kastaðist fram á móti honum, hafi verið um rúmmetri að stærð. „Þetta var risablossi sem maður lendir í. Þá brennur allt sem verða vill,“ segir Grétar sem var á leið heim til sín á Egilsstaði þegar Vísir náði tali af honum. Hann hefur dvalið á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað undanfarnar tvær nætur. Grétar segist ekki hafa verið klæddur í sérstakan öryggisgalla en hafi þó verið með öryggisgleraugu.Mynd/Grétar Vilhjálmur „Gleraugun björguðu því sem bjargað varð,“ segir Grétar og bætir við að hann hafi verið með húfu og vettlinga. Hann hafi ekki gengist undir aðgerð heldur verið hlúið að honum með kæligrisjum, geli og vaselíni. Hann sé rauður og fjólublár í framan og vanti á augabrúnirnar. Hann er þó bjartsýnn á bata sinn. „Þetta ætti nú allt að fara og ég að verða jafngóður aftur.“ Grétar segir líðan sína góða en reiknar þó með að verða frá vinnu næstu tvær vikurnar eða svo. „Ég verð heima og ber krem á andlitið. Passa að það komist ekki sýking í sárin,“ segir Grétar sem lætur vel af veru sinni á sjúkrahúsinu á Neskaupstað. „Það var eins og á hóteli.“ Rarik hefur þegar sent mann frá Rafskoðun, skoðunarstofu á rafmagnssviði, til að rannsaka hvað úrskeiðis fór. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Ég slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður,“ segir Grétar Vilhjálmur Reynisson, starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins. Grétar brann í andliti við vinnu við nýja jarðspennustöð við botn Eskifjarðar á þriðjudaginn. Grétar, sem er 52 ára, var ásamt tveimur kollegum sínum við vinnu við háspennustöðina þegar skammhlaup varð. Voru þeir að tengja saman háspennugafla þegar spennan komst til jarðar. „Það sló út og myndaðist eldsúla,“ segir Grétar sem skýtur á að blossinn, sem kastaðist fram á móti honum, hafi verið um rúmmetri að stærð. „Þetta var risablossi sem maður lendir í. Þá brennur allt sem verða vill,“ segir Grétar sem var á leið heim til sín á Egilsstaði þegar Vísir náði tali af honum. Hann hefur dvalið á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað undanfarnar tvær nætur. Grétar segist ekki hafa verið klæddur í sérstakan öryggisgalla en hafi þó verið með öryggisgleraugu.Mynd/Grétar Vilhjálmur „Gleraugun björguðu því sem bjargað varð,“ segir Grétar og bætir við að hann hafi verið með húfu og vettlinga. Hann hafi ekki gengist undir aðgerð heldur verið hlúið að honum með kæligrisjum, geli og vaselíni. Hann sé rauður og fjólublár í framan og vanti á augabrúnirnar. Hann er þó bjartsýnn á bata sinn. „Þetta ætti nú allt að fara og ég að verða jafngóður aftur.“ Grétar segir líðan sína góða en reiknar þó með að verða frá vinnu næstu tvær vikurnar eða svo. „Ég verð heima og ber krem á andlitið. Passa að það komist ekki sýking í sárin,“ segir Grétar sem lætur vel af veru sinni á sjúkrahúsinu á Neskaupstað. „Það var eins og á hóteli.“ Rarik hefur þegar sent mann frá Rafskoðun, skoðunarstofu á rafmagnssviði, til að rannsaka hvað úrskeiðis fór.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira