Sjálfstæðisflokkurinn klofinn í Reykjanesbæ Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2014 13:17 Gunnar Þórarinsson annar maður á lista Sjálfstæðismanna býður fram Frjálst afl í Reykjanesbæ í vor. Var færður niður á lista Sjálfstæðismanna. vísir/stefán Frjálst afl, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ, býður fram fyrir bæjarstjórnarkosningar þar í vor. Gunnar Þórarinsson oddviti listans og fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna segir mikilvægt að vinna á miklum skuldum bæjarfélagsins.Gunnar Þórarinsson oddviti hins nýja framboðs í Reykjanesbæ, Frjáls afls, hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili og var í öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna fyrir síðustu kosningar. Í prófkjöri fyrir kosningarnar í vor bauð hann sig fram í 1. til 2. sæti og sóttist því eftir að leiða listann sem Árni Sigfússon hefur gert síðustu kjörtímabil. „Í kjölfar prófkjörs sem haldið var hérna lenti ég í fimmta sæti en uppstilling var látin ráða eftir það,“ segir Gunnar. Uppstillingarnefnd bauð Gunnari sjöunda sætið, sem verður að teljast baráttusæti listans sem hefur sjö bæjarfulltrúa í dag, þótt Gunnar hafi fengið um 30 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Gunnar vildi að niðurstöður prófkjörsins stæðu. „Í kjölfarið skrifaði ég grein þar sem þar sem fyrirsögnin var að prófkjörið hefði verið virt að vettugi og ég nefndi þar að ég væri tilbúinn til að fara í sérframboð ef ég fengi til þess áskoranir og meðmæli til að fara í það. Niðurstaðan varð sú að mjög margt fólk hefur haft samband við mig og skorað á mig að fara í framboð,“ segir Gunnar. Upp úr því hafi síðan Frjálst afl verið stofnað.Hvaða mál voru það sem helst skildu þig að frá öðrum?„Það eru fyrst og fremst skuldamálin sem ég hef viljað taka fastari tökum,“ segir Gunnar. Fyrsta mál á dagskrá sé að snúa við þeim mikla halla sem sé á bæjarsjóði „Til einhverjar hagsældar fyrir íbúana þannig að við getum í raun og veru farið að veita meiri þjónustu og gera meira fyrir bæjarbúa, jafnvel lækka gjöldin á þá,“ segir Gunnar. Engu að síður vilji Frjáls afl verja grunnþjónustu bæjarins. „Við höfum fullt af tækifærum hérna til að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og Frjálst afl mun leggja sitt að mörkum til að þau tækifæri verði nýtt,“ segiri Gunnar Þórarinsson oddviti í Frjálsu afli. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Frjálst afl, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ, býður fram fyrir bæjarstjórnarkosningar þar í vor. Gunnar Þórarinsson oddviti listans og fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna segir mikilvægt að vinna á miklum skuldum bæjarfélagsins.Gunnar Þórarinsson oddviti hins nýja framboðs í Reykjanesbæ, Frjáls afls, hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili og var í öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna fyrir síðustu kosningar. Í prófkjöri fyrir kosningarnar í vor bauð hann sig fram í 1. til 2. sæti og sóttist því eftir að leiða listann sem Árni Sigfússon hefur gert síðustu kjörtímabil. „Í kjölfar prófkjörs sem haldið var hérna lenti ég í fimmta sæti en uppstilling var látin ráða eftir það,“ segir Gunnar. Uppstillingarnefnd bauð Gunnari sjöunda sætið, sem verður að teljast baráttusæti listans sem hefur sjö bæjarfulltrúa í dag, þótt Gunnar hafi fengið um 30 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Gunnar vildi að niðurstöður prófkjörsins stæðu. „Í kjölfarið skrifaði ég grein þar sem þar sem fyrirsögnin var að prófkjörið hefði verið virt að vettugi og ég nefndi þar að ég væri tilbúinn til að fara í sérframboð ef ég fengi til þess áskoranir og meðmæli til að fara í það. Niðurstaðan varð sú að mjög margt fólk hefur haft samband við mig og skorað á mig að fara í framboð,“ segir Gunnar. Upp úr því hafi síðan Frjálst afl verið stofnað.Hvaða mál voru það sem helst skildu þig að frá öðrum?„Það eru fyrst og fremst skuldamálin sem ég hef viljað taka fastari tökum,“ segir Gunnar. Fyrsta mál á dagskrá sé að snúa við þeim mikla halla sem sé á bæjarsjóði „Til einhverjar hagsældar fyrir íbúana þannig að við getum í raun og veru farið að veita meiri þjónustu og gera meira fyrir bæjarbúa, jafnvel lækka gjöldin á þá,“ segir Gunnar. Engu að síður vilji Frjáls afl verja grunnþjónustu bæjarins. „Við höfum fullt af tækifærum hérna til að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og Frjálst afl mun leggja sitt að mörkum til að þau tækifæri verði nýtt,“ segiri Gunnar Þórarinsson oddviti í Frjálsu afli.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira