Innlent

Emmsjé Gauti sýpur seyðið af ófærðinni

Jóhannes Stefánsson skrifar
Ófært er víða um land vegna snjóþyngsla.
Ófært er víða um land vegna snjóþyngsla. Vísir/Stefán
Norðfirðingar eru ekki þeir einu sem þurfa að súpa seyðið af slæmu veðurfari en aflýsa þurfti tónleikum með Emmsjé Gauta, Úlfi Úlfi og Agent Fresco sem áttu að vera í Menningarhúsi Vestfirðing Edinborgarhúsinu. Edinborgarhúsið er á Ísafirði.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst frá tónleikahöldurum.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Þá er þungfært og skafrenningur á Hjallahálsi og þæfingsfærð og skafrenningur í Króksfirði. Hálkublettir eru á Innstrandarvegi.

Þeir sem keypt höfðu miða á tónleikana eru beðnir um að hafa samband við Edinborg Bistró og þar geta þeir fengið miða endurgreidda.


Tengdar fréttir

Norðfirðingar fastir í firðinum

"Það er búið að vera ófært síðan í fyrrakvöld. Það er búinn að vera mjög mikill snjór,“ segir Ásgeir Jónsson, sjómaður, sem annast mokstur í göngunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×