Lífið

Aftur brotist inn hjá Miley

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Innbrotsþjófar eru hrifnir af heimili Miley.
Innbrotsþjófar eru hrifnir af heimili Miley. Vísir/Getty
Óprúttnir aðilar brutust inn á heimili söngkonunnar Miley Cyrus í Kaliforníu um helgina en Miley var ekki heima enda á tónleikaferðalagi um heiminn.

Lögreglu barst tilkynning um innbrotið rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöldið og þegar hana bar á vettvang var búið að stela ýmsum munum af heimilinu.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem brotist er inn til Miley en fyrra atvikið átti sér stað í nóvember í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.