Lífið

Kom óvænt í brúðkaup í hlébarðasundbol

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tennisstjarnan Serena Williams mætti óvænt í brúðkaup í Miami í Flórída á laugardaginn. 

Serena hafði verið á ströndinni fyrr um daginn með vinkonu sinni, tennisstjörnunni Caroline Wozniacki. Þær stöllur tóku síðan eftir því að brúðkaup var haldið rétt hjá ströndinni og ákváðu að koma brúðhjónunum, sem þær þekktu ekki neitt, á óvart.

Serena sleppti því að skipta um föt og kom óvænt í brúðkaupið í hlébarðasundbol.

Vakti þetta athæfi stjörnunnar mikla lukku og voru brúðhjónin í skýjunum með óvænta glaðninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.