Lífið

Minningarathöfn um Maya Angelou haldin á laugardag

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Minningarathöfn um ljóðskáldið, rithöfundinn og baráttukonuna Maya Angelou verður haldin í Wait-kapellunni í Wake Forest-háskólanum næsta laugardag.

Athöfnin verður haldin í kyrrþey með nánustu vinum og ættingjum Mayu en verður streymt beint á netinu hér.

Maya lést á heimili sínu í Norður-Karólínu á miðvikudag, 86 ára að aldri. Hún hafði barist við veikindi síðastliðna mánuði.

Maya var ein helsta baráttukona fyrir réttindum blökkumanna í  Bandaríkjunum, og er hún einna þekktust fyrir ævisögu sína „I Know Why The Caged Bird Sings“, eða „Ég veit afhverju fuglinn í búrinu syngur“. Hún fylgdi henni eftir með sex öðrum bókum. Í bókunum lýsir hún erfiðri æsku sinni sem einkenndist af gríðar miklu ofbeldi.


Tengdar fréttir

Maya Angelou látin

Angelou var ein helsta baráttukona fyrir réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.