Lífið

Saknar ruslmatarins

Leikkonan Debra Messing saknar þess að borða ruslmat en hún reynir allt hvað hún getur til þess að halda sig frá honum. Leikkonan létti sig nýverið töluvert og segist þurfa mikinn aga til þess að detta ekki aftur í sama farið.

„Ég sakna ruslmatar. Ég elskaði hamborgara, franskar og pizzur – og allan sveittan mat. Ef ég gæti, myndi ég bara lifa á þessu,“ sagði leikkonan í viðtali á dögunum. Þess í stað borðar hún ógrynni af grænmeti til þess að halda sér í formi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.