Lífið

Ævisaga Jimmy Page væntanleg

Jimmy Page ritar æviminningarnar.
Jimmy Page ritar æviminningarnar. Vísir/Getty
Jimmy Page, gítarleikari Led Zeppelin hefur tilkynnt að hann gefi út ævisögu sína á árinu. Bókin mun innihalda um 600 ljósmyndir af ferli hans en gert er ráð fyrir að bókin verði tilbúin í októbermánuði. Hann er jafnframt fyrsti meðlimur Led Zeppelin til þess að rita æviminningar sínar.

Page hefur tjáð sig um, að fólk hafi pressað á hann í langan tíma að skrifa ævisögu sína. Hann ætlar með bók sinni að skrifa einstaka ævisögu og láta ljósmyndirnar tala sínu máli.

Hann ætlar að fara yfir ævina, allt frá því að hann var ungur kórdrengur, til dagsins í dag. Hann segist alltaf reyna gera eitthvað nýtt og spennandi og með því að skrifa ævisöguna úr ljósmyndum sé hann að gera nýja hluti.

Jimmy Page er af mörgum talinn einn besti gítarleikari sögunnar og er ákaflega virtur. Það eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir því að sjá ævi hans í máli og myndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.