Tveir fullorðnir greinast með einhverfu í hverjum mánuði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 10:47 Þeir sem komast á biðlista eftir greiningu eru eingöngu skjólstæðingar geðsviðs Landspítalans sem hafa verið greindir með aðra geðröskun, svo sem kvíða, þunglyndi og geðrof, en grunur leikur á undirliggjandi einhverfu. Fréttablaðið/Valli Dæmi eru um að fjöldi fólks hafi verið greindur með alls kyns geðraskanir áður en hann fær greiningu á einhverfu á fullorðinsárum. Á síðasta ári var stofnað teymi sem vinnur að greiningu á einhverfu meðal fullorðinna. Teymið er lítið og samanlagt starfshlutfall fyllir varla eina stöðu. Samt sem áður hefur teymið greint tvo fullorðna einstaklinga á mánuði með einhverfu og biðlistinn er langur, eða um það bil eins og hálfs árs bið. „Það skiptir heilmiklu máli fyrir einstaklinginn að fá greiningu,“ segir Páll Magnússon, sálfræðingur og teymisstjóri einhverfuteymis á Landspítalanum. „Það veitir honum nýjan skilning á sjálfum sér og það er oft ákveðinn léttir sem fylgir því. Einnig bætir rétt greining þjónustuna við hann.“Páll magnússon SálfræðingurPáll segir að tíðni einhverfu hafi aukist gífurlega. Árin 1964-1983 greindust þrjú til fimm börn af hverjum tíu þúsund fæddum. En árin 1994-1998 greindust 120 börn af hverjum tíu þúsund fæddum, eða 1,2 prósent barna. Miðað við fæðingartölu upp á fimm þúsund börn á ári má reikna með að 60-70 börn greinist með einhverfu í hverjum fæðingarárgangi. Páll segir líklega skýringu fyrir aukningu vera að þekkingin hefur aukist og greiningartæknin batnað. „Það má því gera ráð fyrir að vel yfir hundrað fullorðnir af hverjum tíu þúsund sé með ógreinda einhverfu. Vegna þessa var teymið stofnað og greining á fullorðnum gerð markviss.“ Þeir sem greinast með einhverfu í teyminu eru almennt með fulla greind en hafa aldrei fengið skýringu á því af hverju þeir eru allt öðruvísi en aðrir. „Við greiningu skoðum við þroskasöguna og þá sjáum við að þetta hefur fylgt einstaklingnum allt lífið. Jafnvel strax í leikskóla falla þeir ekki inn í hópinn sem getur verið niðurbrjótandi fyrir sjálfsmyndina og börn finna sér neikvæðar skýringar á þessu; að þau séu ljót, vitlaus og mislukkuð.“Lára Kristín Brynjólfsdóttir greindist með einhverfu 27 ára gömul en fyrir það hafði hún verið ranggreind með ótal geðraskanir.Einmanalegt að vera einn í einhverfunni „Það fylgir því mikil sorg að fá greiningu því það þýðir að þetta mun ekki batna,“ segir Lára Kristín Brynjólfsdóttir, sem greindist með einhverfu 27 ára gömul. „En greiningin var á sama tíma svarið sem ég hafði þráð síðan ég fæddist.“ Lára hefur alltaf upplifað sig eina. „Mér finnst enginn skilja mig. Ég á ekki einn einasta vin og er því mjög einmana. Ég myndi helst vilja búa með öðrum einhverfum, sem eru með fulla greind og getu til að vinna, og fá að finna mig í lífinu.“ Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Dæmi eru um að fjöldi fólks hafi verið greindur með alls kyns geðraskanir áður en hann fær greiningu á einhverfu á fullorðinsárum. Á síðasta ári var stofnað teymi sem vinnur að greiningu á einhverfu meðal fullorðinna. Teymið er lítið og samanlagt starfshlutfall fyllir varla eina stöðu. Samt sem áður hefur teymið greint tvo fullorðna einstaklinga á mánuði með einhverfu og biðlistinn er langur, eða um það bil eins og hálfs árs bið. „Það skiptir heilmiklu máli fyrir einstaklinginn að fá greiningu,“ segir Páll Magnússon, sálfræðingur og teymisstjóri einhverfuteymis á Landspítalanum. „Það veitir honum nýjan skilning á sjálfum sér og það er oft ákveðinn léttir sem fylgir því. Einnig bætir rétt greining þjónustuna við hann.“Páll magnússon SálfræðingurPáll segir að tíðni einhverfu hafi aukist gífurlega. Árin 1964-1983 greindust þrjú til fimm börn af hverjum tíu þúsund fæddum. En árin 1994-1998 greindust 120 börn af hverjum tíu þúsund fæddum, eða 1,2 prósent barna. Miðað við fæðingartölu upp á fimm þúsund börn á ári má reikna með að 60-70 börn greinist með einhverfu í hverjum fæðingarárgangi. Páll segir líklega skýringu fyrir aukningu vera að þekkingin hefur aukist og greiningartæknin batnað. „Það má því gera ráð fyrir að vel yfir hundrað fullorðnir af hverjum tíu þúsund sé með ógreinda einhverfu. Vegna þessa var teymið stofnað og greining á fullorðnum gerð markviss.“ Þeir sem greinast með einhverfu í teyminu eru almennt með fulla greind en hafa aldrei fengið skýringu á því af hverju þeir eru allt öðruvísi en aðrir. „Við greiningu skoðum við þroskasöguna og þá sjáum við að þetta hefur fylgt einstaklingnum allt lífið. Jafnvel strax í leikskóla falla þeir ekki inn í hópinn sem getur verið niðurbrjótandi fyrir sjálfsmyndina og börn finna sér neikvæðar skýringar á þessu; að þau séu ljót, vitlaus og mislukkuð.“Lára Kristín Brynjólfsdóttir greindist með einhverfu 27 ára gömul en fyrir það hafði hún verið ranggreind með ótal geðraskanir.Einmanalegt að vera einn í einhverfunni „Það fylgir því mikil sorg að fá greiningu því það þýðir að þetta mun ekki batna,“ segir Lára Kristín Brynjólfsdóttir, sem greindist með einhverfu 27 ára gömul. „En greiningin var á sama tíma svarið sem ég hafði þráð síðan ég fæddist.“ Lára hefur alltaf upplifað sig eina. „Mér finnst enginn skilja mig. Ég á ekki einn einasta vin og er því mjög einmana. Ég myndi helst vilja búa með öðrum einhverfum, sem eru með fulla greind og getu til að vinna, og fá að finna mig í lífinu.“
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira