Þær voru eins og kvikmyndastjörnur Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 12:30 Í byrjun tíunda áratugarins voru ofurfyrirsætur eins og súperstjörnur. Þær voru út um allt og þénuðu milljónir á milljónir ofan. Á þessum tíma varð setningin „Ég fer ekki fram úr fyrir minna en tíu þúsund dollara á dag“ til og lýsti þetta þeirri gríðarlegu eftirspurn sem var eftir súpermódelunum. Fimm konur eiga heiðurinn af upphafi gullaldartímabils súpermódelsins: Naomi Campbell, Cindy Crawford, Christy Turlington, Linda Evangelista og Tatjana Patitz. Seinna bættust fyrirsæturnar Stephanie Seymour, Claudia Schiffer og Kate Moss í þennan hóp kvenna sem virtist stjórna heiminum. „Þessar stelpur voru svo stórkostlegar fyrir tískuheiminn og endurspegluðu þennan tíma. Þær voru eins og kvikmyndastjörnur,“ segir Anna Wintour, ritstjóri Vogue, um þetta tímabil. Um miðjan tíunda áratuginn lauk þessu gullaldartímabili og seint á sama áratug var ofurfyrirsætum skipt út fyrir leikkonur, söngkonur og aðrar þekktar konur á forsíðum tískutímarita. Súpermódelin hafa samt sem áður haldið velli og hafa nær allar snúið aftur í módelbransann, nú síðast Stephanie Seymour sem er nýtt andlit Estée Lauder. En þó að súpermódelin hafi snúið aftur þá er ólíklegt að stemningin í kringum þau verði sú sama og fyrir rúmlega tuttugu árum.Claudia Schiffer43 ára1,80 m á hæð Claudia sat fyrir hjá Guess í tilefni þrjátíu ára afmælis merkisins árið 2012.Naomi Campbell43 ára1,75 cm á hæð Naomi er einn af dómurum í fyrirsætuþáttunum The Face sem sýndir eru á Stöð 2.Linda Evangelista48 ára1,75 m á hæð Linda varð andlit verslunarkeðjunnar Talbots árið 2010.Cindy Crawford47 ára1,75 m á hæð Cindy hætti sem fyrirsæta í fullu starfi árið 2000. Hún sneri aftur í bransann árið 2011 þegar hún landaði forsíðu á mexíkóska Vogue.Christy Turlington45 ára1,78 m á hæð Christy gerði nýlega auglýsingasamning við Jason Wu og endurnýjaði kynnin við Calvin Klein en hún var aðalfyrirsæta merkisins í fjöldamörg ár.Stephanie Seymour45 ára1,78 m á hæð Í vikunni var opinberað að Stephanie yrði nýtt andlit Estée Lauder.Kate Moss40 ára1,70 m á hæð Kate prýddi forsíðu Playboy seint á síðasta ári en beðið var eftir heftinu með mikilli eftirvæntingu. Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Í byrjun tíunda áratugarins voru ofurfyrirsætur eins og súperstjörnur. Þær voru út um allt og þénuðu milljónir á milljónir ofan. Á þessum tíma varð setningin „Ég fer ekki fram úr fyrir minna en tíu þúsund dollara á dag“ til og lýsti þetta þeirri gríðarlegu eftirspurn sem var eftir súpermódelunum. Fimm konur eiga heiðurinn af upphafi gullaldartímabils súpermódelsins: Naomi Campbell, Cindy Crawford, Christy Turlington, Linda Evangelista og Tatjana Patitz. Seinna bættust fyrirsæturnar Stephanie Seymour, Claudia Schiffer og Kate Moss í þennan hóp kvenna sem virtist stjórna heiminum. „Þessar stelpur voru svo stórkostlegar fyrir tískuheiminn og endurspegluðu þennan tíma. Þær voru eins og kvikmyndastjörnur,“ segir Anna Wintour, ritstjóri Vogue, um þetta tímabil. Um miðjan tíunda áratuginn lauk þessu gullaldartímabili og seint á sama áratug var ofurfyrirsætum skipt út fyrir leikkonur, söngkonur og aðrar þekktar konur á forsíðum tískutímarita. Súpermódelin hafa samt sem áður haldið velli og hafa nær allar snúið aftur í módelbransann, nú síðast Stephanie Seymour sem er nýtt andlit Estée Lauder. En þó að súpermódelin hafi snúið aftur þá er ólíklegt að stemningin í kringum þau verði sú sama og fyrir rúmlega tuttugu árum.Claudia Schiffer43 ára1,80 m á hæð Claudia sat fyrir hjá Guess í tilefni þrjátíu ára afmælis merkisins árið 2012.Naomi Campbell43 ára1,75 cm á hæð Naomi er einn af dómurum í fyrirsætuþáttunum The Face sem sýndir eru á Stöð 2.Linda Evangelista48 ára1,75 m á hæð Linda varð andlit verslunarkeðjunnar Talbots árið 2010.Cindy Crawford47 ára1,75 m á hæð Cindy hætti sem fyrirsæta í fullu starfi árið 2000. Hún sneri aftur í bransann árið 2011 þegar hún landaði forsíðu á mexíkóska Vogue.Christy Turlington45 ára1,78 m á hæð Christy gerði nýlega auglýsingasamning við Jason Wu og endurnýjaði kynnin við Calvin Klein en hún var aðalfyrirsæta merkisins í fjöldamörg ár.Stephanie Seymour45 ára1,78 m á hæð Í vikunni var opinberað að Stephanie yrði nýtt andlit Estée Lauder.Kate Moss40 ára1,70 m á hæð Kate prýddi forsíðu Playboy seint á síðasta ári en beðið var eftir heftinu með mikilli eftirvæntingu.
Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira