Innlent

Óyfirstíganlegar hindranir ekki til staðar

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Vísir/Valli
„Mér fannst mjög áhugavert að menn eru að leggja grunn að góðri efnislegri umræðu um þessi mál. Nú á maður eftir að lesa skýrsluna, en kynning var mjög áhugaverð,“ segir Benedikt Jóhannsson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna og stjórnarmaður Já Ísland, um Evrópuskýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ.

„Best að þau voru ekki með mjög miklar fullyrðingar, heldur lögðu áherslu að til þess að geta svarað ákveðnum spurningum verður að ljúka þessu ferli. Jafnframt að það virtust ekki vera þessar óyfirstíganlegar hindranir sem talað hefur verið um.“

Benedikt hefur talað um stofnun nýs stjórnmálaafls á Íslandi og aðspurður hvort einhver hreyfing hafi orðið í þeim efnum um helgina segir hann:

„Neinei, það var sunnudagur í gær. En það er mikill áhugi hjá fólki á þessu máli. Ég heyri það úr ýmsum áttum, meira að segja ýmsum óvæntum áttum, að mikill áhugi er fyrir stofnun frjálslynds flokks sem hefur áhuga á vestrænni samvinnu og alþjóðaviðskiptum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×