Innlent

Mávar fjúka til Bretlandseyja

Mávar fjúka í veðurofsa.
Mávar fjúka í veðurofsa. vísir/valli
Vestrænn bjartmávur hefur sést við Bretland, skammt frá Littlehampton. Hann er undirtegund bjartmávs sem líka er afar sjaldgæfur á þessum slóðum.

Vindar sem leikið hafa Breta grátt að undanförnu eru taldir ástæða þess að fuglarnir sjást þar nú. Á ensku nefnast mávarnir Icelandic Gull og Kumlien‘s Gull.

Bjartmávur hefur hér vetursetu en hinn heldur sig að jafnaði í grennd við Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×