Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2014 15:55 Kári Gylfason, Sunna Gunnarsdóttir Marteins og Gunnar Bragi Sveinsson í hádeginu í dag. Vísir/Skjáskot „Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður RÚV, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag.Líkt og Vísir greindi frá og birti myndband af þá fékk RÚV ekki viðtal við utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd í hádeginu í dag. Fréttamenn frá Rúv og Stöð 2 voru mættir á vettvang og fór svo að Gunnar Bragi ræddi aðeins við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Kári útskýrir í samtali við Vísi að hann hafi haft samband við aðstoðarkonu ráðherra um tíuleytið í morgun og óskað eftir viðtali í kringum fundinn í hádeginu. Því hafi verið svarað til að ráðherra væri á hraðferð. Kári segist hafa beðið um símtal og fá að vita hvort af viðtalinu gæti orðið eður ei. Fréttamaðurinn var svo mættur um tólfleytið og beið þess að ráðherra mætti á fundinn. Það gerði hann um tíu mínútum síðar og spurði Kári við það tilefni hvort hann gæti veitt Rúv viðtal. Hann væri meðvitaður um að ráðherra væri á hraðferð en óskaði eftir tveimur mínútum með honum. „Ef það er beint eða ég fæ það óklippt,“ sagði Gunnar Bragi að sögn Kára sem brá við viðbrögðum ráðherrans. Gunnar Bragi hafi svo haldið leið sinni áfram og Kári, sem hefur starfað hjá Rúv með hléum frá árinu 2007, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hann hafi aldrei upplifað slík viðbrögð og vissi hreinlega ekki hvað Gunnar Bragi ætti við með svörum sínum. Kári segir Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, hafa mætt í kjölfarið og saman hafi þeir beðið þess að fundi lyki. Ljóst væri að ráðherra fengi enga sérmeðferð hjá Kára sem aftur fékk neitun á viðtali eins og sjá má í myndbandi sem Vísir birti fyrr í dag. Gunnar Bragi veitti hins vegar fréttastofu Stöðvar 2 viðtal. Í kjölfarið ræddi Kári við aðstoðarkonu Gunnars Braga, Sunnu Gunnarsdóttur Marteins, og óskaði eftir skýringum á því hvað væri hreinlega í gangi. Þá svari hún til að ráðherra hafi verið ósáttur við hvernig eldra viðtal Rúv við Gunnar Braga hafi verið klippt til. Þau vilji fá eintak af viðtalinu fari svo að Gunnar Bragi ræði við RÚV. Það hafi Kári ekki getað fallist á enda fái enginn sérmeðferð hjá RÚV. Kári staðfestir að RÚV hafi óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu vegna málsins.Sigríður Hagalín Björnsdóttir.„Að okkur skilst er þetta viðtal sem var tekið við Gunnar Braga og birt í hádegisfréttum RÚV á föstudaginn,“ segir Sigríður Hagalín Björnssdóttir, varafréttastjóri á RÚV. Þeim hafi hins vegar ekki borist neinar athugasemdir við þær fréttir sem RÚV hafi flutt af Gunnari Braga undanfarna daga. Því hafi það komið þeim í opna skjöldu að ráðherra væri ósáttur við fréttaflutning Rúv. Tengdar fréttir Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður RÚV, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag.Líkt og Vísir greindi frá og birti myndband af þá fékk RÚV ekki viðtal við utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd í hádeginu í dag. Fréttamenn frá Rúv og Stöð 2 voru mættir á vettvang og fór svo að Gunnar Bragi ræddi aðeins við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Kári útskýrir í samtali við Vísi að hann hafi haft samband við aðstoðarkonu ráðherra um tíuleytið í morgun og óskað eftir viðtali í kringum fundinn í hádeginu. Því hafi verið svarað til að ráðherra væri á hraðferð. Kári segist hafa beðið um símtal og fá að vita hvort af viðtalinu gæti orðið eður ei. Fréttamaðurinn var svo mættur um tólfleytið og beið þess að ráðherra mætti á fundinn. Það gerði hann um tíu mínútum síðar og spurði Kári við það tilefni hvort hann gæti veitt Rúv viðtal. Hann væri meðvitaður um að ráðherra væri á hraðferð en óskaði eftir tveimur mínútum með honum. „Ef það er beint eða ég fæ það óklippt,“ sagði Gunnar Bragi að sögn Kára sem brá við viðbrögðum ráðherrans. Gunnar Bragi hafi svo haldið leið sinni áfram og Kári, sem hefur starfað hjá Rúv með hléum frá árinu 2007, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hann hafi aldrei upplifað slík viðbrögð og vissi hreinlega ekki hvað Gunnar Bragi ætti við með svörum sínum. Kári segir Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, hafa mætt í kjölfarið og saman hafi þeir beðið þess að fundi lyki. Ljóst væri að ráðherra fengi enga sérmeðferð hjá Kára sem aftur fékk neitun á viðtali eins og sjá má í myndbandi sem Vísir birti fyrr í dag. Gunnar Bragi veitti hins vegar fréttastofu Stöðvar 2 viðtal. Í kjölfarið ræddi Kári við aðstoðarkonu Gunnars Braga, Sunnu Gunnarsdóttur Marteins, og óskaði eftir skýringum á því hvað væri hreinlega í gangi. Þá svari hún til að ráðherra hafi verið ósáttur við hvernig eldra viðtal Rúv við Gunnar Braga hafi verið klippt til. Þau vilji fá eintak af viðtalinu fari svo að Gunnar Bragi ræði við RÚV. Það hafi Kári ekki getað fallist á enda fái enginn sérmeðferð hjá RÚV. Kári staðfestir að RÚV hafi óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu vegna málsins.Sigríður Hagalín Björnsdóttir.„Að okkur skilst er þetta viðtal sem var tekið við Gunnar Braga og birt í hádegisfréttum RÚV á föstudaginn,“ segir Sigríður Hagalín Björnssdóttir, varafréttastjóri á RÚV. Þeim hafi hins vegar ekki borist neinar athugasemdir við þær fréttir sem RÚV hafi flutt af Gunnari Braga undanfarna daga. Því hafi það komið þeim í opna skjöldu að ráðherra væri ósáttur við fréttaflutning Rúv.
Tengdar fréttir Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54