Ekki sáttur við hvernig fréttamenn klippa viðtöl Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. mars 2014 18:28 Gunnar Bragi er ósáttur við vinnubrögð RÚV og neitaði fréttamanni því um viðtal í dag. vísir/stefán/gva Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tjáð sig um hvers vegna hann veitti RÚV ekki viðtal að loknum fundi í utanríkismálanefnd í dag. Fréttamenn frá RÚV og Stöð 2 voru mættir á vettvang og fór svo að Gunnar Bragi ræddi aðeins við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2.Á Facebook-síðu sinni segir Gunnar Bragi að það sé ástæða fyrir því að hann ákvað að veita ekki Ríkisútvarpinu viðtöl í dag nema í beinni útsendingu eða þá gegn því að fá afrit af viðtalinu. „Til hvers veitir maður viðtöl? Jú, til að svara spurningum fréttamanna sem leita upplýsinga og til að veita upplýsingar. Ég hef ekki alltaf verið sáttur við það hvernig fréttamenn klippa til viðtöl og sleppa mikilvægum upplýsingum sem eiga erindi við almenning,“ skrifar Gunnar Bragi. Hann segir steininn hafa tekið úr síðasta föstudag. „Og það sem verra er að þegar falast var eftir óklipptri upptöku af viðtalinu frá RÚV, var því neitað. Þegar álitamál eru um hvort rétt sé eftir manni haft er eðlilegt að minnsta kosti að hægt sé að hlusta á viðtalið í upprunalegri mynd eða fá í hendurnar. Við teljum flest að RÚV beri sérstaka ábyrgð og eigi að vera miðill allra og því er eðlilegt að gera kröfur til þeirra. Það eiga ekki allir fréttamenn skilið þessa gagnrýni, ég treysti mörgum hja RÚV til að skila vandaðri vinnu.“ En hvað sagði Gunnar Bragi á föstudaginn sem hann er ósáttur við að hafi verið klippt út? „Jú, ég kom því á framfæri að vitanlega gæti utanríkismálanefnd komið með niðurstöðu, tillögu varðandi þá gagnrýni sem komið hefur fram varðandi þingsályktun um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Fréttamanni þótti það ekki fréttaefni að ráðherra opni á slíkt. En hvernig er hægt að reyna að tryggja að öll skilaboðin komist til almennings? Hvað er til ráða? Að taka sjálfur upp viðtölin samhliða RÚV? Hví ekki.“ Post by Gunnar Bragi Sveinsson. Samskipti Gunnars Braga við RÚV í dag Tengdar fréttir „Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30 Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55 Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tjáð sig um hvers vegna hann veitti RÚV ekki viðtal að loknum fundi í utanríkismálanefnd í dag. Fréttamenn frá RÚV og Stöð 2 voru mættir á vettvang og fór svo að Gunnar Bragi ræddi aðeins við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2.Á Facebook-síðu sinni segir Gunnar Bragi að það sé ástæða fyrir því að hann ákvað að veita ekki Ríkisútvarpinu viðtöl í dag nema í beinni útsendingu eða þá gegn því að fá afrit af viðtalinu. „Til hvers veitir maður viðtöl? Jú, til að svara spurningum fréttamanna sem leita upplýsinga og til að veita upplýsingar. Ég hef ekki alltaf verið sáttur við það hvernig fréttamenn klippa til viðtöl og sleppa mikilvægum upplýsingum sem eiga erindi við almenning,“ skrifar Gunnar Bragi. Hann segir steininn hafa tekið úr síðasta föstudag. „Og það sem verra er að þegar falast var eftir óklipptri upptöku af viðtalinu frá RÚV, var því neitað. Þegar álitamál eru um hvort rétt sé eftir manni haft er eðlilegt að minnsta kosti að hægt sé að hlusta á viðtalið í upprunalegri mynd eða fá í hendurnar. Við teljum flest að RÚV beri sérstaka ábyrgð og eigi að vera miðill allra og því er eðlilegt að gera kröfur til þeirra. Það eiga ekki allir fréttamenn skilið þessa gagnrýni, ég treysti mörgum hja RÚV til að skila vandaðri vinnu.“ En hvað sagði Gunnar Bragi á föstudaginn sem hann er ósáttur við að hafi verið klippt út? „Jú, ég kom því á framfæri að vitanlega gæti utanríkismálanefnd komið með niðurstöðu, tillögu varðandi þá gagnrýni sem komið hefur fram varðandi þingsályktun um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Fréttamanni þótti það ekki fréttaefni að ráðherra opni á slíkt. En hvernig er hægt að reyna að tryggja að öll skilaboðin komist til almennings? Hvað er til ráða? Að taka sjálfur upp viðtölin samhliða RÚV? Hví ekki.“ Post by Gunnar Bragi Sveinsson. Samskipti Gunnars Braga við RÚV í dag
Tengdar fréttir „Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30 Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55 Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
„Hefur ekkert með ritskoðun að gera“ Mikill hiti er nú í blaðamönnum vegna fréttar RÚV þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson tali ekki við stofnunina nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 3. mars 2014 16:30
Fréttamaður Rúv aldrei upplifað önnur eins viðbrögð "Við höfum óskað eftir formlegum skýringum frá ráðuneytinu,“ segir Kári Gylfason, fréttamaður Rúv, sem neitað var um viðtal við utanríkisráðherra, Gunnar Braga Sveinsson í hádeginu í dag. 3. mars 2014 15:55
Svona voru samskipti Gunnars Braga við Rúv Fréttastofa Rúv er ósátt við að hafa ekki fengið viðtal við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra að loknum fundi í Utanríkismálanefnd Alþingis í hádeginu í dag. 3. mars 2014 14:54