Fótboltastjörnur hrifnar af Inklaw Marín Manda skrifar 6. maí 2014 12:30 Róbert Elmarsson, Anton Darri fyrirsæta og Guðjón Geir Geirsson. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Æskuvinirnir Róbert Elmarsson og Guðjón Geir Geirsson hafa haft áhuga á tískufatnaði lengi vel. Eftir að hafa unnið í nokkrum fataverslunum ákváðu þeir að stíga skrefið til fulls og hanna fatnað fyrir herra undir eigin nafni. Samanlagt lögðu þeir fram áttatíu þúsund krónur af sumarlaununum sínum til að stofna vörumerkið Inklaw, sem nú hefur vakið athygli frægra fótboltamanna og söngstjarna erlendis. Þeir stefna hátt þrátt fyrir að vera einungis rétt um tvítugt en draumurinn er að eiga virt vörumerki sem er þekkt út um allan heim. „Þetta er stór draumur en við ætlum að láta hann verða að veruleika. Við fáum mikinn stuðning og skilning frá skólanum. Við fáum meira að segja frídag einu sinni í viku til að sinna fyrirtækinu okkar sem er komið á góðan skrið á skömmum tíma,“ segir Róbert Elmarsson, annar eigandi götutískumerkisins Inklaw.Róbert stundar nám í Flensborg en Guðjón Geir Geirsson, félagi hans og besti vinur, er að læra fatatækni í Tækniskólanum. Vinirnir framleiða og sauma allan fatnaðinn sjálfir á saumastofu í Hafnarfirði með hjálp vinkonu sinnar, Báru Atladóttur sem er menntaður fatahönnuður. Pantanirnar streyma inn í gegnum netverslun þeirra en Róbert segir að Instagram hafi virkilega komið þeim á kortið. „Samskiptamiðlarnir í dag hjálpa mikið til. Flestar sölurnar koma í gegnum Instagram því um leið og einn glaður viðskiptavinur póstar mynd af sér í flík frá okkur þá koma fleiri pantanir. Með netinu höfum við náð að komast á erlendan markað og nú erum við að selja til 25 landa.“ Viðskiptavinirnir eru ekki af verri endanum en nýlega var haft samband við þá félaga fyrir hönd hins enska Daniels Sturridge sem spilar sem framherji hjá Liverpool. Sturridge óskaði eftir fatnaði frá Inklaw fyrir nýtt hipphopp-verkefni sem nefnist FOE, eða Family Over Everything. Portúgalski knattspyrnumaðurinn Raul Meireles sást einnig fyrir skömmu í Inklaw-bol og söngvarinn Liam Ferrari sem tók þátt í Australia Got Talent er viðskiptavinur. Í sumar munu Inklaw-félagarnir starfa sjálfstætt í fyrsta sinn heilt sumar og segjast hlakka til að geta eytt öllu sumrinu í að reka fyrirtækið og sinna pöntunum. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Æskuvinirnir Róbert Elmarsson og Guðjón Geir Geirsson hafa haft áhuga á tískufatnaði lengi vel. Eftir að hafa unnið í nokkrum fataverslunum ákváðu þeir að stíga skrefið til fulls og hanna fatnað fyrir herra undir eigin nafni. Samanlagt lögðu þeir fram áttatíu þúsund krónur af sumarlaununum sínum til að stofna vörumerkið Inklaw, sem nú hefur vakið athygli frægra fótboltamanna og söngstjarna erlendis. Þeir stefna hátt þrátt fyrir að vera einungis rétt um tvítugt en draumurinn er að eiga virt vörumerki sem er þekkt út um allan heim. „Þetta er stór draumur en við ætlum að láta hann verða að veruleika. Við fáum mikinn stuðning og skilning frá skólanum. Við fáum meira að segja frídag einu sinni í viku til að sinna fyrirtækinu okkar sem er komið á góðan skrið á skömmum tíma,“ segir Róbert Elmarsson, annar eigandi götutískumerkisins Inklaw.Róbert stundar nám í Flensborg en Guðjón Geir Geirsson, félagi hans og besti vinur, er að læra fatatækni í Tækniskólanum. Vinirnir framleiða og sauma allan fatnaðinn sjálfir á saumastofu í Hafnarfirði með hjálp vinkonu sinnar, Báru Atladóttur sem er menntaður fatahönnuður. Pantanirnar streyma inn í gegnum netverslun þeirra en Róbert segir að Instagram hafi virkilega komið þeim á kortið. „Samskiptamiðlarnir í dag hjálpa mikið til. Flestar sölurnar koma í gegnum Instagram því um leið og einn glaður viðskiptavinur póstar mynd af sér í flík frá okkur þá koma fleiri pantanir. Með netinu höfum við náð að komast á erlendan markað og nú erum við að selja til 25 landa.“ Viðskiptavinirnir eru ekki af verri endanum en nýlega var haft samband við þá félaga fyrir hönd hins enska Daniels Sturridge sem spilar sem framherji hjá Liverpool. Sturridge óskaði eftir fatnaði frá Inklaw fyrir nýtt hipphopp-verkefni sem nefnist FOE, eða Family Over Everything. Portúgalski knattspyrnumaðurinn Raul Meireles sást einnig fyrir skömmu í Inklaw-bol og söngvarinn Liam Ferrari sem tók þátt í Australia Got Talent er viðskiptavinur. Í sumar munu Inklaw-félagarnir starfa sjálfstætt í fyrsta sinn heilt sumar og segjast hlakka til að geta eytt öllu sumrinu í að reka fyrirtækið og sinna pöntunum.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira