Lífið

SÁÁ álfurinn fellur

Rúnar Freyr Gíslason les ásamt Stefáni Karli Stefánssyni inn á myndböndin.
Rúnar Freyr Gíslason les ásamt Stefáni Karli Stefánssyni inn á myndböndin. Vísir/Daníel
„Við vildum búa til skemmtileg myndbönd með SÁÁ álfunum. Ég og Stefán Karl lesum svo inn á myndböndin en í þeim lenda álfarnir í ýmsum ævintýrum og þar má finna skemmtilegt spaug inn á milli,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, Samskiptafulltrúi SÁÁ og leikari.

Árleg álfasala SÁÁ hefst á morgun og stendur fram til sunnudagsins 11. maí og að því tilefni hafa Rúnar Freyr og félagar búið til skemmtileg myndbönd þar sem álfarnir lenda í ýmsum ævintýrum.

„Álfurinn verður boðinn til sölu um allt land og gerir SÁÁ sér vonir um að landsmenn taki sölufólkinu vel, nú eins og ávallt.“ Álfurinn kostar 2000 krónur, sem er sama verð og síðustu ár.

Álfurinn leikur á alls oddi í myndböndunum.Vísir/Pjetur
Að þessu sinni verður Álfurinn seldur til að efla enn frekar þjónustu SÁÁ við unga fólkið og rennur söluhagnaður til slíkra verkefna. SÁÁ hefur rekið sérstaka unglingadeild á Vogi frá árinu 2000 og hefur meðferð þar skilað miklum árangri. Næsta skref í uppbyggingu þeirrar meðferðar er að styðja enn betur við bakið á ungmennunum þegar meðferð lýkur og styrkja þau félagslega.

Álfurinn hefur verið seldur til styrktar SÁÁ frá árinu 1990 og gegnir mikilvægu hlutverki í fjáröflun samtakanna.  Frá því að sala á álfinum hófst hafa hreinar tekjur samtakanna vegna hans verið meira en 450 milljónir króna. Þeir fjármunir hafa til dæmis kostað uppbyggingu unglingadeildar við sjúkrahúsið Vog, starfsemi fjölskyldumeðferðar og einnig hafa tekjur af Álfinum gert SÁÁ kleift að þróa úrræði fyrir börn alkóhólista, unga fíkla og fjölskyldur.

Einnig býður fjölskyldudeild SÁÁ upp á mikilvæga sálfræðiþjónustu fyrir börn sem eiga foreldra sem glíma við áfengis- eða vímuefnavanda og standa tekjur af álfasölunni meðal annars undir þeirri þjónustu.

Þá er hann fallinn from SÁÁ myndbönd on Vimeo.

All by my self from SÁÁ myndbönd on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.