Lífið

"Það sem ég vildi klæðast á Met-ballinu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Madonna mætti ekki á árlega Met-ballið í New York í gær en í fyrra vakti hún mikla athygli í dressi frá Givenchy. Anna Wintour, ritstjóri Vogue, fór ekki fögrum um það lúkk og því ákvað söngkonan að senda henni pillu í gær, rétt fyrir Met-ballið.

Madonna birti mynd af sér á Instagram þar sem hún virðist vera búin að verja sig inn í hvítt límband. Á myndina er síðan búið að láta borða yfir brjóst hennar sem á stendur: „Censored“ eða ritskoðað.

„Það sem ég vildi klæðast á Met-ballinu en Anna sagði ekki í ár! Þannig að ég ætla að vinna í tónlist í staðinn?“ skrifar Madonna við myndina.

Madonna á um 1,5 milljónir fylgjenda á Instagram og hefur nú þegar verið líkað við myndina rúmlega þrjátíu þúsund sinnum.

Madonna á Met-ballinu í fyrra.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.