Lífið

Mátaði nokkra kjóla fyrir brúðkaupsdaginn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Nú styttist óðfluga í að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Kanye West gangi í það heilaga í París.

Kim var spurð spjörunum úr á Met-ballinu í New York í gærkvöldi og sagðist vera búin að finna brúðarkjól.

„Ég mátaði nokkra. Síðan þrengdi ég kjólahópinn,“ sagði Kim.

Hún klæddist bláum kjól frá Lanvin á Met-ballinu og því hafa margir blaðamenn velt því fyrir sér hvort brúðarkjóllinn komi úr smiðju tískurisans.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.