Lífið

Fyrsta stiklan úr Gotham

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrsta stiklan úr sjónvarpsþáttaröðinni Gotham er komin á netið.

Í þáttunum leikur Ben McKenzie lögreglumanninn James Gordon og er skyggnst inn í líf hans sem og ungs Bruce Wayne sem síðarmeir varð þekktur sem ofurhetjan Batman. 

David Mazouz leikur Bruce og í þáttunum syrgir hann foreldra sína sem voru myrtir en James Gordon sannfærir hann um að hann finni sökudólgana.

Í öðrum hlutverkum eru meðal annars Donal Logue, Jada Pinkett Smith, Robin Lord Taylor og Erin Richards.

Serían verður frumsýnd í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.