Íslendingur eignaðist eineggja þríbura í fyrrinótt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 07:00 Drengjunum heilsast vel en þeir voru mjög smáir við fæðingu. Sá stærsti var 7 merkur, sá næststærsti 6 merkur og minnsti 5 og hálf mörk. Mynd/Einkasafn „Læknarnir sögðu við okkur að þetta væri svo sjaldgæft að þeir gætu eiginlega ekki sagt neitt með vissu varðandi hætturnar,“ segir Jóhann Helgi Heiðdal, Íslendingur sem búsettur er í Danmörku, en hann eignaðist eineggja þríburadrengi ásamt danskri konu sinni, Karin Kristensen, aðfaranótt sunnudags. „Það er erfitt að átta sig á þessu, við erum enn að melta þetta.“ Þríburarnir voru í sama æðabelgnum en hver í sínum líknarbelg og höfðu allir sömu fylgju. Ekki var um tæknifrjóvgun að ræða hjá parinu og því var þungunin náttúruleg. Líkurnar á því að þríburar verði til með þessum hætti eru frá einum á móti hundrað til eins á móti hundrað milljónum samkvæmt tölum frá lækninum William Gilbert, forstjóra fæðingardeildar Sutter-spítala í Kaliforníu. Erfitt er þó að ákvarða líkurnar nákvæmlega.„Þetta var svolítið sjokkerandi“ Meðgangan gekk vel en eftir að í ljós kom að Karin gengi með eineggja þríbura sem deildu sömu fylgju fóru þau í vikulega skoðun. „Þetta var svolítið sjokkerandi,“ viðurkennir hinn nýbakaði faðir og hlær. „Ég var stressaður þegar ég hélt að þetta væri eitt barn og svo fórum við í sónar og þá kemur bara í ljós að við eigum von á þremur. Fram að 28. viku vorum við mjög stressuð en eftir það róuðumst við aðeins.“ Drengirnir þrír fæddust eftir tæplega 31 viku meðgöngu. „Þetta gerðist gríðarlega hratt. Hún missir vatnið og hríðirnar byrja mjög sterkt. En öllum heilsast mjög vel núna, bæði móður og börnum.“ Grét allan daginn „Þetta er stórmerkilegt,“ segir nýburalæknirinn Þórður Þórkelsson. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um þetta þegar Íslendingar eru annars vegar.“ Þórður segir aukna hættu á vandamálum á meðgöngunni þegar fóstur deila sömu fylgju og sama æðabelg. Til að mynda geta komið upp kvillar í kjölfar þess að meira af næringu og blóðflæði fari til eins fóstursins en hinna. Fjölskyldan dvelst enn á spítala úti í Danmörku en fær að fara heim eftir mánuð ef allt gengur vel. Amma drengjanna þriggja, Brynja Siguróladóttir, segist hafa grátið af gleði í allan gærdag. „Það var talið að þetta gæti ekki gengið og þeim ráðlagt í upphafi að láta eitt fara en þau gátu ekki hugsað sér það. Þeir pluma sig vel, þessir strákar, það er alveg ljóst.“Litla fjölskyldan stækkaði á augabragði úr tveimur í fimm.Mynd/Úr einkasafni. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
„Læknarnir sögðu við okkur að þetta væri svo sjaldgæft að þeir gætu eiginlega ekki sagt neitt með vissu varðandi hætturnar,“ segir Jóhann Helgi Heiðdal, Íslendingur sem búsettur er í Danmörku, en hann eignaðist eineggja þríburadrengi ásamt danskri konu sinni, Karin Kristensen, aðfaranótt sunnudags. „Það er erfitt að átta sig á þessu, við erum enn að melta þetta.“ Þríburarnir voru í sama æðabelgnum en hver í sínum líknarbelg og höfðu allir sömu fylgju. Ekki var um tæknifrjóvgun að ræða hjá parinu og því var þungunin náttúruleg. Líkurnar á því að þríburar verði til með þessum hætti eru frá einum á móti hundrað til eins á móti hundrað milljónum samkvæmt tölum frá lækninum William Gilbert, forstjóra fæðingardeildar Sutter-spítala í Kaliforníu. Erfitt er þó að ákvarða líkurnar nákvæmlega.„Þetta var svolítið sjokkerandi“ Meðgangan gekk vel en eftir að í ljós kom að Karin gengi með eineggja þríbura sem deildu sömu fylgju fóru þau í vikulega skoðun. „Þetta var svolítið sjokkerandi,“ viðurkennir hinn nýbakaði faðir og hlær. „Ég var stressaður þegar ég hélt að þetta væri eitt barn og svo fórum við í sónar og þá kemur bara í ljós að við eigum von á þremur. Fram að 28. viku vorum við mjög stressuð en eftir það róuðumst við aðeins.“ Drengirnir þrír fæddust eftir tæplega 31 viku meðgöngu. „Þetta gerðist gríðarlega hratt. Hún missir vatnið og hríðirnar byrja mjög sterkt. En öllum heilsast mjög vel núna, bæði móður og börnum.“ Grét allan daginn „Þetta er stórmerkilegt,“ segir nýburalæknirinn Þórður Þórkelsson. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um þetta þegar Íslendingar eru annars vegar.“ Þórður segir aukna hættu á vandamálum á meðgöngunni þegar fóstur deila sömu fylgju og sama æðabelg. Til að mynda geta komið upp kvillar í kjölfar þess að meira af næringu og blóðflæði fari til eins fóstursins en hinna. Fjölskyldan dvelst enn á spítala úti í Danmörku en fær að fara heim eftir mánuð ef allt gengur vel. Amma drengjanna þriggja, Brynja Siguróladóttir, segist hafa grátið af gleði í allan gærdag. „Það var talið að þetta gæti ekki gengið og þeim ráðlagt í upphafi að láta eitt fara en þau gátu ekki hugsað sér það. Þeir pluma sig vel, þessir strákar, það er alveg ljóst.“Litla fjölskyldan stækkaði á augabragði úr tveimur í fimm.Mynd/Úr einkasafni.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira