Tæp 300 þúsund safnast vegna „nomakeupselfie“ áskorunarinnar Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 28. mars 2014 13:27 Ragga birti mynd af sér sem hún kallar "full make up selfie" á síðunni sinni þar sem hún vakti athygli á því að hægt væri að leggja Krabbameinsfélaginu lið. „Þegar ég fór að skoða þessar umræður og velta því fyrir hverju það hefði breytt að fyrir baráttuna við krabbamein, að ég hefði sett einhverja mynd af mér ómálaðri í morgunsárið á Facebook, vildi ég leggja mitt af mörkum,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfi. Ragnhildur sem er einnig þekkt sem Ragga nagli er ein af fjölmörgum sem settu mynd af sér á Facebook án farða. „Ég áttaði mig á að tilgangurinn með þessar mynd var eiginlega enginn,“ segir hún. Ragga birti nýja mynda af sér á Facebook–síðu sinni, sem hún heldur út með leiðbeiningum fyrir fólk um heilbrigðan lífstíl, í gær. Myndina kallar hún „full make up selfie“. Áskorun fyrir konur að birta myndir af sér án farða hefur gengið á samskiptamiðlum. Í Bretlandi gekk áskorunin út á að safna pening en hér á landi var engin slík söfnun í gangi. „Maður veltir því fyrir sér hvernig í ósköpunum þessar myndbirtingar eigi að koma að gagni í baráttunni gegn krabbameini,“ sagði Berglind Guðmundsdóttir í samtali við Vísi á þriðjudag. Berglind hefur staðið í baráttunni við krabbamein í sex ár. Frá Krabbameinsfélagi Íslands fengust þær upplýsingar á þriðjudag að enginn hefði haft samband við félagið vegna áskorunarinnar né hefðu neinir peningar safnast. Hér á landi virtist því sem birting ómálaðra sjálfsmynda væri frekar til almenns stuðnings en fjárhagslegs.Féð meðal annars nýtt til rannsókna og fræðslu „Upp úr hádegi á þriðjudag fór fólk að hafa samband við okkur og biðja um upplýsingar um hvernig hægt væri að styrkja verkefni Krabbameinsfélagsins,“ segir Ólöf María Jóhannsdóttir, á markaðsdeild Krabbameinsfélags Íslands. „275 þúsund krónur hafa verið lagaðar inn síðan þá og við tengjum það við „selfies“ áskorunina. Við erum afar þakklát öllum sem hafa lagt okkur lið og vilja styðja okkur,“ segir Ólöf. Því fé sem safnast er nýtt til rannsókna, fræðslu, forvarna og ráðgjafar við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra.Hér eru upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á að styrkja Krabbameinsfélagið. Ómáluð Ragga nagli. Þetta er myndin sem hún setti af sér fyrr í vikunni.Velti tilgangsleysi myndbirtinganna fyrir sér „Strákarnir eru með mottumars þar sem heitið er á þá sem safna skeggi og birta af sér myndir. Hér á landi eru auðvitað safnanir fyrir brjóstakrabbamein, til dæmis Bleika slaufan,“ segir Ragga. „En þegar þetta var komið á stað með sjálfsmyndirnar og þjónaði einhvern veginn engum tilgangi fór ég að velta þessu fyrir mér. Ég sá líka að margir hugsuðu eins og ég og ákváðu að leggja Krabbameinsfélaginu lið.“ Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Þegar ég fór að skoða þessar umræður og velta því fyrir hverju það hefði breytt að fyrir baráttuna við krabbamein, að ég hefði sett einhverja mynd af mér ómálaðri í morgunsárið á Facebook, vildi ég leggja mitt af mörkum,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfi. Ragnhildur sem er einnig þekkt sem Ragga nagli er ein af fjölmörgum sem settu mynd af sér á Facebook án farða. „Ég áttaði mig á að tilgangurinn með þessar mynd var eiginlega enginn,“ segir hún. Ragga birti nýja mynda af sér á Facebook–síðu sinni, sem hún heldur út með leiðbeiningum fyrir fólk um heilbrigðan lífstíl, í gær. Myndina kallar hún „full make up selfie“. Áskorun fyrir konur að birta myndir af sér án farða hefur gengið á samskiptamiðlum. Í Bretlandi gekk áskorunin út á að safna pening en hér á landi var engin slík söfnun í gangi. „Maður veltir því fyrir sér hvernig í ósköpunum þessar myndbirtingar eigi að koma að gagni í baráttunni gegn krabbameini,“ sagði Berglind Guðmundsdóttir í samtali við Vísi á þriðjudag. Berglind hefur staðið í baráttunni við krabbamein í sex ár. Frá Krabbameinsfélagi Íslands fengust þær upplýsingar á þriðjudag að enginn hefði haft samband við félagið vegna áskorunarinnar né hefðu neinir peningar safnast. Hér á landi virtist því sem birting ómálaðra sjálfsmynda væri frekar til almenns stuðnings en fjárhagslegs.Féð meðal annars nýtt til rannsókna og fræðslu „Upp úr hádegi á þriðjudag fór fólk að hafa samband við okkur og biðja um upplýsingar um hvernig hægt væri að styrkja verkefni Krabbameinsfélagsins,“ segir Ólöf María Jóhannsdóttir, á markaðsdeild Krabbameinsfélags Íslands. „275 þúsund krónur hafa verið lagaðar inn síðan þá og við tengjum það við „selfies“ áskorunina. Við erum afar þakklát öllum sem hafa lagt okkur lið og vilja styðja okkur,“ segir Ólöf. Því fé sem safnast er nýtt til rannsókna, fræðslu, forvarna og ráðgjafar við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra.Hér eru upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á að styrkja Krabbameinsfélagið. Ómáluð Ragga nagli. Þetta er myndin sem hún setti af sér fyrr í vikunni.Velti tilgangsleysi myndbirtinganna fyrir sér „Strákarnir eru með mottumars þar sem heitið er á þá sem safna skeggi og birta af sér myndir. Hér á landi eru auðvitað safnanir fyrir brjóstakrabbamein, til dæmis Bleika slaufan,“ segir Ragga. „En þegar þetta var komið á stað með sjálfsmyndirnar og þjónaði einhvern veginn engum tilgangi fór ég að velta þessu fyrir mér. Ég sá líka að margir hugsuðu eins og ég og ákváðu að leggja Krabbameinsfélaginu lið.“
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira