Krabbamein afgreitt á svipaðan hátt og Facebook-leikir Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. mars 2014 15:10 Til vinstri er Berglind. Hægra megin er myndin af Laura Lippman sem kom öllu af stað. „Það er einhver furðuleg áskorun að ganga á Facebook sem gengur út á að með því að konur birti myndir af sér ómáluðum séu þær að sýna stuðning við baráttu gegn brjóstakrabbameini,“ segir Berglind Guðmundsdóttir. Berglind er sjálf með brjóstakrabbamein og skrifaði opinn pistil á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Pistillinn hefur vakið talsverða athygli. Berglind hefur staðið í baráttunni við sjúkdóminn í sex ár. „Maður veltir því fyrir sér hvernig í ósköpunum þessar myndbirtingar eigi að koma að gagni í baráttunni gegn krabbameini,“ segir Berglind. „Eflaust er þetta fallega hugsað en þetta er samt eitthvað svo yfirborðskennt og meira til þess fallið að sníkja komment um hversu vel viðkomandi líti út án þess að það komi brjóstakrabbameini nokkuð við,“ segir Berglind.Milljónir safnast í BretlandiUpphaf þessarar áskorunar má rekja til þess að bandaríski glæpasagnahöfundurinn Laura Lippman birti mynd af sér ómálaðri á Twitter. Það gerði hún til stuðnings Kim Novak, 81 árs gamalli leikkonu, en útlit hennar var talsvert gagnrýnt þegar hún kom fram á Óskarsverðlaunahátíðinni á dögunum. Uppátæki Lippman vakti mikla athygli og fleiri konur birtu myndir af sér án farða í kjölfarið. Í Bretlandi var svo skorað á þúsundir kvenna að birta slíkar myndir af sér í þeim tilgangi að styðja við krabbameinsfélagið þar í landi. Áskorunin eða herferðin gengur undir nafninu #nomakeupselfies. Á fyrstu tveimur dögum herferðarinnar safnaðist jafnvirði tæplega 400 milljóna íslenskra króna. Söfnunin gengur þannig fyrir sig að vinir þeirra sem birta slíkar myndir senda sms-skilaboð í ákveðið númer og styrkja þannig samtökin. Krabbameinsfélagið í Bretlandi stendur ekki fyrir herferðinni en frá því að hún hófst hafa peningarnir flætt inn til félagsins.Enginn peningur safnast hér á landi Frá Krabbameinsfélagi Íslands fengust þær upplýsingar að enginn hefði haft samband við félagið vegna áskorunarinnar né hefðu neinir peningar safnast. Hér á landi virðist því sem birting ómálaðra sjálfsmynda sé frekar til almenns stuðnings en fjárhagslegs.Bendir fólki á að senda frekar persónulega kveðju Berglind segir áskorunina minna sig á færslur sem hafa verið vinsælar á Facebook og eiga að lýsa yfir stuðningi við þá sem eru með sjúkdóminn. „Þegar maður sér sama textann afritaðan mörgum sinnum sama daginn, þá missir hann marks.“ Sjálfsmyndaáskorunin og krabbameinsfærslurnar fari að minna á „like“-leikina sem iðulega eru í gangi á Facebook. Krabbamein sé afgreitt á svipaðan hátt. Það þurfi bara að taka þátt, deila færslu og fá nokkur „like“ og svo sé þetta búið. Berglind segist ekki ein um þessa skoðun. Upplifun annarra krabbameinssjúklinga sem hún hafi rætt við séu á sömu leið. Hún bendir þeim á sem raunverulega vilja sýna stuðning við baráttuna að styrkja þau samtök sem vinni með krabbameinsveikum. Þeir sem hafi ákveðinn krabbameinssjúkling í huga mættu líka frekar senda viðkomandi persónuleg hvatningarorð og spyrja út í líðan. Viðkomandi eigi eftir að þykja mun vænna um það en einhverja „keðju-færslu“. „Það er flott hvernig áskorunin byrjaði en það hefur ekki skilað sér hingað til lands. Hér snýst þetta um að setja inn mynd af sjálfum sér og fá „like“,“ segir Berglind sem vonar til þess að það sem hún hafi um málið að segja veki fólk til umhugsunar og styrki til dæmis krabbameinsfélagið eða önnur góð málefni. Post by Berglind Guðmundsdóttir. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Það er einhver furðuleg áskorun að ganga á Facebook sem gengur út á að með því að konur birti myndir af sér ómáluðum séu þær að sýna stuðning við baráttu gegn brjóstakrabbameini,“ segir Berglind Guðmundsdóttir. Berglind er sjálf með brjóstakrabbamein og skrifaði opinn pistil á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. Pistillinn hefur vakið talsverða athygli. Berglind hefur staðið í baráttunni við sjúkdóminn í sex ár. „Maður veltir því fyrir sér hvernig í ósköpunum þessar myndbirtingar eigi að koma að gagni í baráttunni gegn krabbameini,“ segir Berglind. „Eflaust er þetta fallega hugsað en þetta er samt eitthvað svo yfirborðskennt og meira til þess fallið að sníkja komment um hversu vel viðkomandi líti út án þess að það komi brjóstakrabbameini nokkuð við,“ segir Berglind.Milljónir safnast í BretlandiUpphaf þessarar áskorunar má rekja til þess að bandaríski glæpasagnahöfundurinn Laura Lippman birti mynd af sér ómálaðri á Twitter. Það gerði hún til stuðnings Kim Novak, 81 árs gamalli leikkonu, en útlit hennar var talsvert gagnrýnt þegar hún kom fram á Óskarsverðlaunahátíðinni á dögunum. Uppátæki Lippman vakti mikla athygli og fleiri konur birtu myndir af sér án farða í kjölfarið. Í Bretlandi var svo skorað á þúsundir kvenna að birta slíkar myndir af sér í þeim tilgangi að styðja við krabbameinsfélagið þar í landi. Áskorunin eða herferðin gengur undir nafninu #nomakeupselfies. Á fyrstu tveimur dögum herferðarinnar safnaðist jafnvirði tæplega 400 milljóna íslenskra króna. Söfnunin gengur þannig fyrir sig að vinir þeirra sem birta slíkar myndir senda sms-skilaboð í ákveðið númer og styrkja þannig samtökin. Krabbameinsfélagið í Bretlandi stendur ekki fyrir herferðinni en frá því að hún hófst hafa peningarnir flætt inn til félagsins.Enginn peningur safnast hér á landi Frá Krabbameinsfélagi Íslands fengust þær upplýsingar að enginn hefði haft samband við félagið vegna áskorunarinnar né hefðu neinir peningar safnast. Hér á landi virðist því sem birting ómálaðra sjálfsmynda sé frekar til almenns stuðnings en fjárhagslegs.Bendir fólki á að senda frekar persónulega kveðju Berglind segir áskorunina minna sig á færslur sem hafa verið vinsælar á Facebook og eiga að lýsa yfir stuðningi við þá sem eru með sjúkdóminn. „Þegar maður sér sama textann afritaðan mörgum sinnum sama daginn, þá missir hann marks.“ Sjálfsmyndaáskorunin og krabbameinsfærslurnar fari að minna á „like“-leikina sem iðulega eru í gangi á Facebook. Krabbamein sé afgreitt á svipaðan hátt. Það þurfi bara að taka þátt, deila færslu og fá nokkur „like“ og svo sé þetta búið. Berglind segist ekki ein um þessa skoðun. Upplifun annarra krabbameinssjúklinga sem hún hafi rætt við séu á sömu leið. Hún bendir þeim á sem raunverulega vilja sýna stuðning við baráttuna að styrkja þau samtök sem vinni með krabbameinsveikum. Þeir sem hafi ákveðinn krabbameinssjúkling í huga mættu líka frekar senda viðkomandi persónuleg hvatningarorð og spyrja út í líðan. Viðkomandi eigi eftir að þykja mun vænna um það en einhverja „keðju-færslu“. „Það er flott hvernig áskorunin byrjaði en það hefur ekki skilað sér hingað til lands. Hér snýst þetta um að setja inn mynd af sjálfum sér og fá „like“,“ segir Berglind sem vonar til þess að það sem hún hafi um málið að segja veki fólk til umhugsunar og styrki til dæmis krabbameinsfélagið eða önnur góð málefni. Post by Berglind Guðmundsdóttir.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira