Gekk eins og í sögu Þórður Ingi Jónsson skrifar 18. nóvember 2014 13:00 Láki og Félagar, sigurvegarar Allir lesa, frá vinstri: Ásdís Margrét Magnúsdóttir, Ólína Kristín Jónsdóttir, Aðalheiður Hallgrímsdóttir og Unnur Helga Jónsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur „Þetta hefur gengið vonum framar, viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar,“ segir Eyvindur Karlsson, kynningarfulltrúi Allir lesa, landsleiksins í lestri sem lauk á sunnudag á degi íslenskrar tungu. Leikurinn fór fram á lestrarvefnum allirlesa.is en hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Hópar af öllum stærðum og gerðum lásu til sigurs en á þeim fjórum vikum sem keppnin stóð skráðu 4.236 einstaklingar í 326 liðum lestur upp á um 70.000 klukkustundir alls. „Það hafa verið mjög fjölbreytt lið sem voru stofnuð, bæði eru það áhugamál og sömuleiðis vinnustaðir og skólar sem sameinuðu lið. Þessu hefur verið rosalega vel tekið af öllum aldurshópum og úti um allt land,“ segir Eyvindur. Ýmsar athyglisverðar tölur komu fram í keppninni. Konur skráðu nær ¾ af öllum lestrinum, lestur barna á aldrinum 0-15 ára var alls um 40% af heildarlestrinum í keppninni og íbúar Vestmannaeyja lásu mest af öllum sveitarfélögum. „Skólarnir voru mjög öflugir sem skýrir að einhverju leyti hvað börnin eru stór hluti, svo er spurning hvað veldur þessari kynjaslagsíðu. Maður gerir frekar ráð fyrir að það sé aðeins jafnara hlutfall á milli kynjanna almennt.“ Að sögn Eyvindar er síðan enn nothæf þó að keppni sé lokið. „Margir monta sig af íþróttaiðkun sinni á netinu þar sem þeir skrá alla hreyfingu og svoleiðis, þetta er bara þannig fyrir lestur. Þú getur séð hvað þú lest mikið og hverjar þínar lestrarvenjur eru. Keppnin heldur áfram og það er aldrei að vita nema að það bætist við notagildið á vefnum.“ Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Sjá meira
„Þetta hefur gengið vonum framar, viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar,“ segir Eyvindur Karlsson, kynningarfulltrúi Allir lesa, landsleiksins í lestri sem lauk á sunnudag á degi íslenskrar tungu. Leikurinn fór fram á lestrarvefnum allirlesa.is en hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Hópar af öllum stærðum og gerðum lásu til sigurs en á þeim fjórum vikum sem keppnin stóð skráðu 4.236 einstaklingar í 326 liðum lestur upp á um 70.000 klukkustundir alls. „Það hafa verið mjög fjölbreytt lið sem voru stofnuð, bæði eru það áhugamál og sömuleiðis vinnustaðir og skólar sem sameinuðu lið. Þessu hefur verið rosalega vel tekið af öllum aldurshópum og úti um allt land,“ segir Eyvindur. Ýmsar athyglisverðar tölur komu fram í keppninni. Konur skráðu nær ¾ af öllum lestrinum, lestur barna á aldrinum 0-15 ára var alls um 40% af heildarlestrinum í keppninni og íbúar Vestmannaeyja lásu mest af öllum sveitarfélögum. „Skólarnir voru mjög öflugir sem skýrir að einhverju leyti hvað börnin eru stór hluti, svo er spurning hvað veldur þessari kynjaslagsíðu. Maður gerir frekar ráð fyrir að það sé aðeins jafnara hlutfall á milli kynjanna almennt.“ Að sögn Eyvindar er síðan enn nothæf þó að keppni sé lokið. „Margir monta sig af íþróttaiðkun sinni á netinu þar sem þeir skrá alla hreyfingu og svoleiðis, þetta er bara þannig fyrir lestur. Þú getur séð hvað þú lest mikið og hverjar þínar lestrarvenjur eru. Keppnin heldur áfram og það er aldrei að vita nema að það bætist við notagildið á vefnum.“
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Sjá meira