Innlent

Keppt í hjólastólagreinum til styrktar Reykjadal

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá sumarbúðum Reykjadals.
Frá sumarbúðum Reykjadals. Vísir/HAG
Nemendur í MPM námi í Háskólanum í Reykjavík standa fyrir firmakeppni í hjólastólasprett og hjólastólahandbolta til styrktar Reykjadal í dag. Kynnir keppninnar verður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Adolf Ingi Erlingsson og Sigurbjörn Árni Arngrímsson sjá um að lýsa keppninni.

Meðal þátttakenda verða lið frá Símanum, Össuri, Norðuráli og Landsbankanum, auk fjölda liða frá öðrum fyrirtækjum, samkvæmt tilkynningu.

Þá munu Solla stirða og Íþróttaálfurinn líta við ásamta Hvata hvolp, lukkudýri Reykjadals. Þar að auki mun Léttsveit kvennakórs Reykjavíkur troða upp, auk Lúðrasveitar verkalýðsins.

Boðið verður upp á leiktæki og andlitsmálun fyrir börnin, en gestum og gangandi verður einnig boðið að prufa hjólastóla.

Að söfnuninni standa sex meistaranemar í verkefnisstjórnun við Háskólann í Reykjavík. Söfnunin er hluti af áfanga þar sem nemendunum er falið að skipuleggja og framkvæma raunhæft verkefni sem á að þjóna samfélaginu á einhvern hátt.

Fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem ekki sjá sér fært að taka þátt í mótinu er bent á reikning 0549-26-10 kt.630269-0249 og söfnunarnúmerin: 902 0010, 1000 krónur. 902 0030 –> 3000 kr. 902 0050 –> 5000 kr.

Frekari upplýsingar má sjá á Facebook síðu söfnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×