Breyttu húsi afa og ömmu í veitingastað - fengu fullt hús stiga hjá Tripadvisor Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. júlí 2014 09:00 Þórhildur og Ingibjörg. Þriðji eigandinn, Helga, er búsett í Bandaríkjunum. „Amma mín og afi byggðu þetta hús fyrir um það bil hundrað árum síðan á grunni gripahúsa sem voru þarna. Það var kominn tími á að gera það upp, enda orðið þreytt og illa farið, og því ákváðum við, barnabörn Ingimars og Helgu sem byggðu húsið, að breyta því í veitingastað,“ segir Ingibjörg Baldursdóttir. Hún rekur veitingastaðinn Kaffi Ilm á Akureyri ásamt systur sinni Helgu og Þórhildi Þórhallsdóttur. Þær stöllurnar fengu á dögunum viðurkenningu um yfirburði frá ferðavefsíðunni Tripadvisor. Fær veitingastaðurinn fimm stjörnur á síðunni en stjörnugjöfin er byggð á umsögnum viðskiptavina. „Við höfum fylgst með gangi mála á Tripadvisor en fyrir einni eða tveimur vikum fengum við skjalið sent í pósti. Það var voðalega gaman að fá það staðfest að við værum meðal bestu veitingahúsa á Akureyri. Við fáum fullt hús stiga og það er yndislegt,“ segir Ingibjörg.Yfirburðastaður Ingibjörg segir yndislegt að fá viðurkenningu frá Tripadvisor.Kaffi Ilmur var opnað 19. maí árið 2010 í Skátagili og leggja eigendurnir mikið upp úr góðu andrúmslofti. „Við ákváðum að halda í allt sem var heillegt í húsinu. Við tókum til dæmis gólfdúkana af efri hæðinni sem eru frá 1940 eða 1950 og þeir prýða borðplöturnar í dag. Allur panell í húsinu er einnig upprunalegur. Ég þekki ýmsar sögur úr húsinu og segjum við gjarnan ferðamönnum sögur ef við höfum tíma. Til dæmis þegar amma var kvödd í húsinu og kistan var látin síga út um gluggann eins og tíðkaðist á þeim tíma. Það gefur fólki innsýn í hvernig lífið var í kringum 1920 til 1930. Ég er búin að skrá sögurnar en er ekki búin að gefa þær út þó ég hafi hug á því. Við eigendurnir erum konur á besta aldri og leyfum okkur að fara aðeins út fyrir rammann ef það hentar,“ segir Ingibjörg. Hún segir marga ferðamenn koma dag eftir dag til að fá sér hressingu. „Það er gaman að geta boðið upp á ákveðin tengsl við viðskiptavini og tengst fólkinu. Það er pínulítill heimilisbragur á þessu hjá okkur,“ segir Ingibjörg glöð í bragði.Amma og afi Ingibjargar og Helgu byggðu húsið í Skátagili.Nokkrar umsagnir ferðamanna á Tripadvisor„Yndislegt kaffihús og espressóið er afbragð. Andrúmsloftið er hlýlegt og þægilegt. Ég mæli með því að koma við þarna og fá sér kaffi.“„Besta swiss mocha á Akureyri. Eigandinn var mjög vinalegur og hjálpsamur: yndislegur lítill staður. Mjög heimilislegur og þægilegur.“„Æðislegt lítið kaffihús í gamalli byggingu. Konan sem á það gerir stórkostlegar kökur og býður mann hjartanlega velkominn.“„Stórkostlegt, sterkt latte og falleg verönd. Fullkominn staður til að stoppa við og lesa eða skrifa á póstkort.“ Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
„Amma mín og afi byggðu þetta hús fyrir um það bil hundrað árum síðan á grunni gripahúsa sem voru þarna. Það var kominn tími á að gera það upp, enda orðið þreytt og illa farið, og því ákváðum við, barnabörn Ingimars og Helgu sem byggðu húsið, að breyta því í veitingastað,“ segir Ingibjörg Baldursdóttir. Hún rekur veitingastaðinn Kaffi Ilm á Akureyri ásamt systur sinni Helgu og Þórhildi Þórhallsdóttur. Þær stöllurnar fengu á dögunum viðurkenningu um yfirburði frá ferðavefsíðunni Tripadvisor. Fær veitingastaðurinn fimm stjörnur á síðunni en stjörnugjöfin er byggð á umsögnum viðskiptavina. „Við höfum fylgst með gangi mála á Tripadvisor en fyrir einni eða tveimur vikum fengum við skjalið sent í pósti. Það var voðalega gaman að fá það staðfest að við værum meðal bestu veitingahúsa á Akureyri. Við fáum fullt hús stiga og það er yndislegt,“ segir Ingibjörg.Yfirburðastaður Ingibjörg segir yndislegt að fá viðurkenningu frá Tripadvisor.Kaffi Ilmur var opnað 19. maí árið 2010 í Skátagili og leggja eigendurnir mikið upp úr góðu andrúmslofti. „Við ákváðum að halda í allt sem var heillegt í húsinu. Við tókum til dæmis gólfdúkana af efri hæðinni sem eru frá 1940 eða 1950 og þeir prýða borðplöturnar í dag. Allur panell í húsinu er einnig upprunalegur. Ég þekki ýmsar sögur úr húsinu og segjum við gjarnan ferðamönnum sögur ef við höfum tíma. Til dæmis þegar amma var kvödd í húsinu og kistan var látin síga út um gluggann eins og tíðkaðist á þeim tíma. Það gefur fólki innsýn í hvernig lífið var í kringum 1920 til 1930. Ég er búin að skrá sögurnar en er ekki búin að gefa þær út þó ég hafi hug á því. Við eigendurnir erum konur á besta aldri og leyfum okkur að fara aðeins út fyrir rammann ef það hentar,“ segir Ingibjörg. Hún segir marga ferðamenn koma dag eftir dag til að fá sér hressingu. „Það er gaman að geta boðið upp á ákveðin tengsl við viðskiptavini og tengst fólkinu. Það er pínulítill heimilisbragur á þessu hjá okkur,“ segir Ingibjörg glöð í bragði.Amma og afi Ingibjargar og Helgu byggðu húsið í Skátagili.Nokkrar umsagnir ferðamanna á Tripadvisor„Yndislegt kaffihús og espressóið er afbragð. Andrúmsloftið er hlýlegt og þægilegt. Ég mæli með því að koma við þarna og fá sér kaffi.“„Besta swiss mocha á Akureyri. Eigandinn var mjög vinalegur og hjálpsamur: yndislegur lítill staður. Mjög heimilislegur og þægilegur.“„Æðislegt lítið kaffihús í gamalli byggingu. Konan sem á það gerir stórkostlegar kökur og býður mann hjartanlega velkominn.“„Stórkostlegt, sterkt latte og falleg verönd. Fullkominn staður til að stoppa við og lesa eða skrifa á póstkort.“
Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist